3. fl. kv. Íslandsmeistarar

3. fl. kv. Íslandsmeistarar

Framan af var jafnræði með liðunum þó ÍA hafi verið ívið sterkari í fyrri hálfleik.  FH stelpurnar girtu sig í brók í leikhlé og unnu sig vel inní leikinn  í síðari hálfleik, fengu fleiri færi og voru líklegri.   Þó þurfti að grípa til framlengingar og síðar til vítaspyrnukeppni til að skera úr hvort liðið fengi afhentan titilinn í leikslok.
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði úr síðustu spyrnu FH og varði síðustu spyrnu ÍA.  Áður höfðu þær Kristín Guðmundsdótti skotið í stöng, Elísabet Guðmundsdóttir skorað, Árstrós Lea skorað og Guðný Tómasdóttir skorað.  En ÍA misnotaði 2 spyrnur.  Sigur!!!

Til hamingju stelpur með titilinn og ekki síður með titilinn í keppni B-liða

Aðrar fréttir