3. fl. kv. komin í úrslit í Faxanum

3. fl. kv. komin í úrslit í Faxanum

Gangur leiksins var þannig að líkt og áður héldu FH-stelpurnar boltanum vel og stýrðu spilinu en náðu ekki að skapa sér mikið af færum. Fyrsta markið leit þó dagsins ljós þegar nokkuð var liðið á fyrri hálfleik. Þar var á ferðinni Kristín Guðmundsdóttir með góðu skoti frá teighorni. Staðan 1-0 og forustan verðskulduð.

Í síðari hálfleik snerist dæmið við og blikar unnu sig vel inn í leikinn. Þær voru hættulegri í sínum aðgerðum þó vörn FH hafi oftast séð við þeim. Þær hinsvegar náðu að jafna þegar um 12 mín voru eftir að leiknum en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 1-1.

Heilt yfir var FH að spila ágætis leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. En liðið náði aðeins að skora eitt mark og þá er alltaf hætta á að mótherjarnir jafni. Í síðari hálfleik datt liðið aftar á völlinn og missti tökin á miðjunni og blikar nýttu sér það.

En FH dugði jafntefli í leiknum og sigruðu riðilinn með 10 stig. Næstir komu svo blikar með 8 stig en þeir gerðu einnig jafntefli við Aftureldingu. Framundan er úrslitaleikur laugardaginn 10. maí að öllum líkindinum gegn ÍA en þeir leiða B-riðilinn.

Í fyrra sigraði bæði 3. og 4. fl. kv. Faxaflóamótið og gefst nú stúlkunum tækifæri til að verja titilinn.

Til hamingju stelpur þetta er gott veganesti inn í sumarið.

Aðrar fréttir