3. fl. kv. Sigur og tap í skitakulda á gervigrasinu

3. fl. kv. Sigur og tap í skitakulda á gervigrasinu

Fyrst reið á vaðið FH1 sem tók á móti Breiðablik kl. 11:00. Það er skemmst frá því að segja að FH vann sanngjarnan sigur 5-4 (2-1) og gefur það góð fyrirheit því Blikar hafa á að skipa sterku liði. Markaskorar voru þær Kristín (2), Alma Gytha, Sara Sigmundsdóttir og Hildur.

Þá var komið að FH2 en þær fengu Aftureldingu í heimsókn. FH2 sem áttu góðan leik gegn HK á dögunum höfðu orðið fyrir töluverðri blóðtöku fyrir þennan leik en nokkuð var um forföll í báðum liðum FH. Afturelding var sterkari aðilinn og vann 0-6. FH2 gafst aldrei upp og þrátt fyrir tiltölulega stórt tap mátti sjá fína spretti inn á milli. Það var ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir FH2 enda eina svokallaða B-liðið í mótinu.

Áður hafði FH1 spilað við Selfoss og tapað 1-3 og FH2 höfðu tapað 4-5 í sama móti.

Í lokin vil ég hrósa hrósa stelpunum fyrir eljusemi og ósérhlífni í kuldanum í Krikanum í morgun. Allir spiluðu mikið í dag og allir voru komnir til að leggja sig fram. Þannig á það að vera.

Aðrar fréttir