3. fl. kv. Tap fyrir Blikum í Faxanum

3. fl. kv. Tap fyrir Blikum í Faxanum

Blikar veittu þó harða mótspyrnu. En þeir komu þó engum vörnum við um miðbik fyrri hálfleiks þegar okkar stelpur skoruðu tvö góð mörk eftir skyndisóknir. Staðan orðin 0-2 fyrir FH og útlitið gott fyrir okkar stelpur sem átt hafa í basli með Blika í gegnum árin. FH-ingar gerðu sig hinsvegar seka um klaufaleg mistök í vörninn og sem kostaði mark og leikurinn aftur galopinn. En eins og sönnum keppnismönnum sæmir svöruðu stelpurnar með því að skora þriðja markið rétt fyrir hálfleik. Staðan 1-3

Í Síðari hálfleik unnu Blikar sig jafnt og þétt inní leikinn á sama tíma og okkar stelpur virtust falla í aftar á völlinn og ofan í skotgrafirnar. Það gaf Blikum möguleika á að pressa FH-stelpurnar hátt á vellinum og þrátt fyrir harða baráttu okkar manna þá skoruðu Blikar 2 mörk. Staðan orðin 3-3 og mikil spenna í loftinu. En þegar um 10 mín voru til leiksloka dró til tíðinda þegar Iona Sjöfn markmaður FH lenti í hörðum árekstri við sóknarmann Blika. Við áreksturin hlaut Iona höfuðáverka og lá óvíg eftir en Blikar skoruðu fjórða markið. Iona fór blóðug af velli og beint á slysavarðstofun með nokkra áverka á gómi og því varð Davíð þjálfari að senda alltmúligtleikmanninn Sunnu (Steinarsdóttur) Stephensen í markið. Sunna stóð sína vakt með ágætum en kom engum vörnum við er Blikar skoruðu fimmta markið. Lokatölur 5-3 í leik sem gat fallið báðum megin.

Markaskorar FH í leiknum voru þær Sigrún Ella (1 mark) og Alma Gytha (2 mörk)

Eftir stendur að FH-ingar geta nagað sig í handabakið fyrir að hafa ekki klárað leikinn í fyrri hálfleik þegar tækifærin voru sannarlega til staðar. Hitt er annað að sigurleikurinn gegn Val í síðustu viku og nú við Blika eru góður undirbúningur fyrir átökin í Íslandsmótinu í sumar.

Næsti leikur FH í faxanum er gegn sterku liði ÍBV á sunnudaginn næstkomandi þann 22. kl. 15:00 í Krikanum.

Aðrar fréttir