3. fl. Sigur á Húsavík

3. fl. Sigur á Húsavík

Það var frábær stemning í langferðabílunum tveimur sem fluttu 3. fl. kv og fylgdarlið til Húsavíkur á föstudaginn. Einvala lið í báðum bílum og bílstjórarnir ekki af lakari taginu en það voru þeir Bjössi (pabbi Völlu) og Kiddý co driver annarvegar og hinsvegar Davíð Schumacher Stefánsson þjálfari. Vart mátti milli sjá hvor hefði meiraprófið.

Gist var í félagsheimili Völsung aðfaranótt laugardags og skildi leikið á laugardagsmorgun kl. 11:00. Aðstæður voru eins og best verður á kosið, aðalvöllurinn nýstrikaður og fánar blaktandi hvert sem litið var.

Leikurinn var ágætlega spilaður og ljóst að Völsungur eru sýnd veiði en ekki gefin. Þar eru stelpur sem eru tilbúnar að leggja allt í sölurnar fyrir liðið. En FH-liði var vandanum vaxið þó mörkin hafi látið bíða eftir sér í fyrri hálfleik. Það fór þó svo að varnir Völsungs brustu og FH náði að skora eftir að haf gert harða hríð að marki andstæðingann. Þar var að verki Guðrún Björk Eggertsdóttir sem svo sannarlega hefur verið á skotskónum að undanförnu og gert 10 mörk í síðastliðnum tveimur leikjum. Staðan í hálfleik 0-1.

Í síðari hálfleik var allt annað uppá teningnum og FH bætti við 5 mörkum. Mörkin voru í öllum regnboganslitum framreidd af áðurnefndri Guðrún sem bætti við þrem mörkum, Söru Buff Atladóttur sem setti eitt og Ölmu Gythu sem einnig skoraði eitt.

Við FH-ingar kunnum Völsungi bestu þakkir fyrir móttökun og þá umgjörð sem þeir sköpuðu um leikinn. Húsavík er blómlegur bær þar sem gestrisni og virðing fyrir fótbolta er höfð að leiðarljósi.

Aðrar fréttir