3. flokkur FH leikur úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í dag

3. flokkur FH leikur úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í dag

Í dag, mánudaginn 13. september 2010, leikur 3. flokkur FH úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Fjölni úr Grafarvogi. FH-ingar sigruðu nágranna vora í Haukum, 4-0, í undanúrslitaleik mótsins í síðustu viku og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum. Leikurinn verður spilaður á aðalvelli Fjölnismanna í Grafarvoginum og hefst kl. 17:15. Verða fríar rútur frá Kaplakrika kl. 16:30 og hvetjum við alla að nýta sér þær, kíkja upp í Grafarvoginn og styðja FH-inga til sigurs.

Allir að mæta!
Áfram FH!

Aðrar fréttir