3. flokkur FH tvöfaldur meistari

3. flokkur FH tvöfaldur meistari

Lið FH:

1 Magnús Óli Magnússon
2 Kári Þrastarson (Davíð 94.)
3 Árni Björn Höskuldsson
4 Brynjar Ásgeir Guðmundsson (f)
5 Bjarki Már Benediktsson
6 Aaron Loyd Green (Helgi 96.)
7 Andri Magnússon (Andri Gísla 92.)
8 Gunnar Oddgeir Birgisson
9 Orri Ómarsson (Emil 55.)
10 Vignir Daníel Lúðvíksson (Einar Karl 55.)
11 Kristján Gauti Ómarsson

13 Davíð Sigurðsson
14 Einar Karl Ingvarsson
15 Helgi Valur Pálsson
16 Emil Atlason
18 Andri Gíslason

                                             Magnús Óli

Kári                       Brynjar (f)          Árni Björn            Bjarki Már

                             Gunnar Oddgeir               Aaron
Andri Magg                                                                     Vignir

                                   Kristján Gauti             Orri

Aðstæður voru erfiðar, mígandi rigning og strekkingsvindur á annað markið.
Í fyrri hálfleik sótti FH undan vindinum. Tindastóll fékk fyrsta færi leiksins en eftir það náði FH tökum á leiknum og pressuðu, fengum nokkur færi, til að mynda 10 hornspyrnur þar sem oft skall hurð nærri hælum, til að mynda björguðu norðanmenn á línu skalla Árna Björns Höskuldssonar. En við vorum ekki að spila nógu vel og virtumst ekki ráða nægilega vel við vindinn. Það vantaði að senda boltann meira í fætur á senterum og fá svo boltana út á vængina. Eins hefði ég viljað fá fleiri skot á markið.

0-0 í hálfleik en okkur grunaði að það myndi henta okkur betur að spila gegn vindi eins og svo oft er einkenni á FH-liðum.

Seinni hálfleikur var miklu betri hjá okkur. Við vorum mjög þéttir varnarlega og gáfum engin færi á okkur. Tindastóll fékk aðeins 2 hornspyrnur með þessum sterka vindi og eitt færi. Miðjumennirnir Gunnar Oddgeir og Aron Lloyd stigu upp og unnu baráttuna um miðjuna og varnarmenn FH voru mun nær sínum mönnum og unnu hvern boltann á fætur öðrum. FH fékk þrjú dauðafæri til að gera út um leikinn. Fyrst varði markvörðu Tindastóls vel frá Kristjáni Gauta. Þá komst Einar Karl einn á móti markmanni eftir vel útfærða skyndisókn. Andri Magnússon fékk boltann í fæturna, sendi blindandi í svæðið á Emil Atlason sem kom á ferðinni upp hægri vænginn og sendi í fyrstu snertingu fyrir markið á Einar Karl sem vippaði boltanum framhjá varnarmanni Tindastóls en renndi boltanum hárfínt framhjá. 5 mínútum fyrir leikslok fékk Andri Magnússon sannkallað dauðafæri er hann lék boltanum framhjá markmanni Tindastóls en renndi boltanum framhjá markinu.

FH-ingum óx ásmegin og virtust eiga nóg eftir. Aðeins tvær mínútur voru liðn

Aðrar fréttir