3. flokkur karla – Frábær útisigur, Aron með 14 mörk

3. flokkur karla – Frábær útisigur, Aron með 14 mörk

3. flokkur karla fór í frægðarför á Selfoss síðasta fimmtudag þegar liðin áttust við í deildarkeppninni. Fyrir leikinn var FH í fyrsta sæti deildarinnar með 15 stig en Selfoss í þriðja með 9 stig.

Leikurinn var æsispennandi í fyrrihálfeik og leiddu Selfyssingar nánast allan fyrri hálfeik. Undir lok fyrrihálfleiks náðu strákarnir loksins forystu sem þeir slepptu ekki eftir það. Staðan í hálfeik var 14-16 fyrir FH. Seinnihálfeik byrjaði FH af krafti og bættu bara í þegar á leið og unnu að lokum frábæran sigur, 27-34.
 
Seinnihálfeikur var nánast einstefna hjá okkar mönnum sem spiluðu frábæran sóknarleik allan tímann. Danni í markinu fór síðan á kostum í seinnihálfeik og varði alls 15 skot í hálfleiknum eftir slakan fyrri hálfleik. Allir strákarnir áttu mjög góðan leik en maður leiksins var Aron Pálmarsson sem spilaði stórkostlega og skoraði 14 mörk, þar af aðeins 1 úr víti. Ekki slæmt hjá dreng sem er ennþá í 4. flokki.

Ekki má heldur gleyma þætti Ólafs Heimissonar sem stjórnaði vörninni frábærlega í seinnihálfeik auk þess sem Bjarni Aron átti afbragðsleik sem leikstjórnandi.

Næsti leikur hjá strákunum er stórleikur í undanúrslitum bikarsins við hið geysisterka lið HK, en liðin skydu einmitt jöfn í deildinni á dögunum. Leikurinn fer fram á sunnudag og er skyldu mæting hjá öllum FH-ingum. Leikurinn verður nánar auglýstur síðar.

Markaskor:
Aron 14 mörk
Bjarni Aron 6 mörk
Guðjón 4 mörk
Björn 3 mörk
Stefán 3 mörk
Atli 2 mörk
Ólafur Guðm. 2 mörk
Ólafur Heimis. 1 mark

Markvarsla:
Daníel 24 skot

Staðan:
Nr. Félag                   Leik  U  J  T   Mörk    Nett Stig
 1. FH                             9  8  1  0  275:200    75   17
 2. HK                             9  7  1  1  286:213    73   15
 3. Selfoss                     7  4  1  2  206:191    15     9
 4. Þór Ak.                       7  3  0  4  195:212   -17    6
 5. ÍR                                7  3  0  4  213:205     8      6
 6. Valur                           7  3  0  4  174:184   -10    6
 7. KA                               6  2  1  3  169:163     6      5
 8. Haukar                       7  2  0  5  166:196   -30    4
 9. Fram                           7  2  0  5  163:226   -63    4
10. Afturelding                8  1  0  7  193:250   -57    2

Aðrar fréttir