3. flokkur karla Íslandsmeistari

3. flokkur karla Íslandsmeistari

FH-ingar byrjuðu betur og leiddu lengst af fyrri hálfeiks en í leikhléi stóð 15-10 fyrir FH. HK-menn gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn jafnt og þétt og komast yfir 22-23 þegar um 10 mínútur voru eftir.

Síðustu mínúturnar voru æsispennandi, FH var með boltann í síðustu sókninni en Ólafur Gústafsson skaut boltanum yfir um 10 sekúndum fyrir leikslok, HK menn tóku leikhlé en FH-ingar mættu þeim framarlega á vellinum og stöðvuðu boltann og tryggðu sér framlengingu.

Í framlengingunni náðu FH-ingar tveggja marka forystu 30-28 en HK-menn neituðu sem fyrr að gefast upp og jöfnuðu 30-30 þegar skammt var eftir. Það var svo Aron Pálmarson sem tryggði FH sigurinn með undirhandarskoti á síðustu sekúndum leiksins.

Strákarnir unnu þar með bæði deildarmeistarar og Íslandsmeistarar auk þess að lenda í öðru sæti í bikarkeppninni. Sannarlega frábær árangur.

Íslandsmeistarar 3. flokks karla. Steingrímur Gústafsson liðsstjóri er á bakvið bikarinn!
(Mynd: Karl Marinósson)

Aðrar fréttir