3. flokkur Karla – Tveir góðir sigrar

3. flokkur Karla – Tveir góðir sigrar

Síðustu viku hefur þriðji flokkur karla í handboltanum leikið tvo leiki. Síðastliðin þriðjudag lögðu FH-ingar í víking á Ásvelli og mættu Haukamönnum. Strákarnir byrjuðu leikinn afar illa og voru undir 4-2 eftir 15 mín leik. En þá settu þeir í gírinn og gjörsamlega keyrðu yfir andstæðingana það sem eftir lifði leiks. Staðan í hálfleik í var 12-9 fyrir okkar menn.

Snemma í seinni hálfleik var staðan svo orðin 20-12 og úrslitin ráðin. Lokatölur urðu 30-18 fyrir FH. Líkt og í síðustu leikjum var Aron atkvæðamestur hjá FH og skoraði 9 mörk, auk þess að gefa 8 stoðsendingar. Daníel varði síðan stórvel í markinu. Aðrir leikmenn áttu mjög góðan leik.
 
Á sunnudag fengu strákarnir síðan UMFA í heimsókn og unnu örugglega 35-21. Markahæstir voru Guðjón með 9 mörk, auk þess sem Björn og Aron skoruðu sitthvor 8 mörkin. FH er því komið í toppsæti 3.flokks eftir 8 leiki og hafa fengið 15 stig.

Aðrar fréttir