3. flokkur karla úr leik í bikarnum

3. flokkur karla úr leik í bikarnum

Byrjunarliðið:

                          Maggi

Davíð         Brynjar (f) Árni Björn          Bjarki Már

              Gunnar Oddgeir     Aron Lloyd

Andri Magg                                                       Emil

                           Kristján Gauti
                                  Andri Gísla

Varamenn: Björn Berg, Kári, Orri og Vignir. Bjössi kom inn fyrir Aron á 55. mínútu, Kári fyrir Davíð á 60. mínútu, Vignir inn fyrir Emil á 75. og Orri fyrir Andra Gísla á 75.

Liðin mættust í deildinni sl. mánudag og skildu þá jöfn 1-1. FH-ingar mættu hálf sofandi til leiks og Keflvíkingar náðu forystunni á 10. mínútu. Þeir fengu aukaspyrnu úti á hægri kanti, Magnús Óli blakaði fyrirgjöfinni til hliðar þar sem Keflvíkingur náði boltanum óvaldaður, sendi boltann fyrir á samherja sinn sem fékk að taka 2-3 snertingar inní vítateig og senda boltann í netið. Makalaust einbeitingarleysi og léleg dekkning.

Fyrri hálfleikur var slakur hjá FH. Menn voru ekki nógu rólegir á boltann og of fljótir að senda hann frá sér. Dekkningin var sömuleiðis slök, menn of langt frá sínum mönnum og Keflvíkingar voru ákveðnari í 1. og 2. bolta. Að því sögðu þá áttu þeir engin færi frekar en í fyrri leiknum en við vorum heldur ekki að skapa okkur mikið.

Seinni hálfleikur var miklu betri hjá FH-ingum. Strákarnir létu boltann rúlla og héldu honum betur. Fyrstu 25 mínútur seinni hálfleiks voru nokkuð góðar. Við fengum vænlegar stöður í vítateig Keflvíkinga en vantaði herslumuninn og miklu meiri grimmd. Aftur og aftur vorum við að fá fínar fyrirgjafir sem sigldu í gegnum þvöguna. Andri Gíslason fékk dauðafæri á 70. mínútu einn á móti markmanni en markvörður Keflvíkinga varði vel.

Síðustu mínúturnar fjöruðu út, dómarinn flautaði mikið, Keflvíkingar voru klókir og tóku sér mikinn tíma í alla hluti og komust upp með það. FH-strákarnir féllu í þá gryfju að ætla að gera hlutina sjálfir á röngum stöðum á vellinum.

1-0 tap niðurstaða. Sannarlega mikil vonbrigði en við féllum úr leik á eigin rolugangi. Í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni á móti einu af bestu liðum landslins og á útivelli, verða menn að mæta tilbúnir í leikinn og gefa allt sem þeir eiga. Mér fannst við sem lið ekki gera það í kvöld. Menn verða að vera miklu meiri naglar inn á vellinum og gefa meira af sér. Sýna meiri keppnishörku og sigurvilja. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér – það þarf að hafa fyrir þeim.

Niðurstaðan er sú að við erum úr leik í bikarnum. Það þýðir ekkert að grenja það heldur sjá til þess að við lendum í efsta sæti riðilsins og komumst í úrslit á Íslandsmótinu.

Aðrar fréttir