
3 og 4 fl karla, smá samantekt
B-lið 4 flokkur.
Persónulega bjóst ég ekki við svo miklu frá þeim. Ég reiknaði með að þeir yrðu svona í 3-4 sæti á íslandsmótinu, þá yrði ég bara nokkuð sáttur. Við Einar Andri töluðum um það þegar mót 1 var, að takmarkið væri að halda okkur í 1 deild. 2 töp, 1 sigur og 1 jafntefli í síðasta leiknum og jöfnunarmarkið kom þegar 3 sek voru eftir. Jöfnunarmark, sem tryggði okkur sæti í 1 deild. Endanleg staða: 3 sæti í riðlinum. Þetta var mikill léttir og nú væru alvöru mót framundan sem myndu telja til deildartitils og röðunar í úrslitakeppnni í síðasta móti. Á móti númer 2 breyttust hlutföllin aðeins, 1 tap, 1 jafntefli og 2 sigrar, sigrarnir höfðu tvöfaldast frá fyrsta móti. Endanleg staða: 3 sæti í riðlinum. Þetta ætlaði að verða erfitt að komast ofar en 3 sæti. ?? Á 3ja móti fóru spennandi hlutir að gerast !!
Reyndar byrjaði það ekkert of vel. Tap á móti frekar slöku ÍR liði (sem reyndar féll að þessu móti loknu) . Síðan brettu strákarnir upp ermarnar og litu ekki til baka. Sigruðu næstu 3 leiki og sigruðu þetta mót á innbyrðisleik við KA2. Mikil gleði braust út og allt vart opið á ný. Við vorum komnir í baráttuna um deildarmeistaratitilinn.
Þegar 4 og síðasta deildarmót hófst, gerðu strákarnir sér grein fyrir því að sigur í því, myndi tryggja þeim deildarmeistaratitil. Það langaði þeim mikið til að gera. Strákarnir voru komnir í gírinn og vildu þennan titil. Spiluðu fínan bolta og sigruðu alla leiki sína.
4 sigrar, 0 jafntefli og 0 töp. Fullt hús stiga, og deildartitill í höfn. Flottur árangur, mikil stígandi í leik þessara stráka yfir veturinn. Þegar úrslitakeppnin hófst, gerði ég mér vonir um að strákarnir héldu áfram þessari krossferð sinni í leit af íslandsmeistaratitlinum.
Sigruðu þeir alla sína leiki í riðlinum og komust í úrslit á móti Haukum. Skólafélögum og vinum úr Hafnarfirði. Verstu leikir sem hægt er að tapa á móti Haukum, eru úrslitaleikir. Það ætluðu FH-ingar ekki að láta gerast. Spiluðu þeir frábæran handbolta og sigruðu að lokum með einhverjum 3-4 mörkum að mig minnir. En það skiptir ekki máli hvað sigurinn var stór. FH nægði að sigra og 2 titlar komnir í hús, Íslands og deildarmeistarar 2006. Frábær og mjög óvæntur árangur hjá strákunum, en áttu það svo sannarlega skilið. Þeir stefndu á þetta markvisst, og toppuðu á hárréttum tíma.
Til hamingju strákar !!!!!!
A-lið 4 flokkur.
Þetta lið er ekkert hægt að segja neitt um. Þeir eru búnir að vera íslands og deildarmeistarar sl. 4 ár og lagt var upp með það að taka allt sem í boði var. Það gekk eftir nokkuð auðveldlega og töpuðu þeir ekki leik í vetur, frekar en undanfarin ár.
Urðu þeir því Íslands og deildarmeistarar 5 árið í röð. Til gamans vil ég nefna það að 5 af þessum strákum urðu Norðurlandameistarar sl áramót. En þeir tóku einnig þátt í bikarkeppninni ásamt nokkrum drengjum úr b-liðinu og urðu þeir einnig bikarmeistarar, þó eftir nokkuð brölt, rétt náðu að sigra ÍR og unnu síðan Selfoss í úrslitum með 1 marki. En að sigra með 1 marki er alltaf skemmtilegast.
4 flokkur tók því alla titla sem í boði voru í vetur 5 titlar af 5 mögulegum.
Frábær árangur hjá a og b liði sem erfitt verður að toppa í framtíðinni.
Til hamingju strákar !!!!!
3 flokkur.
Já þessi flokkur kom nokkuð á óvart, þó ekki sé meira sagt. Í haust þegar uppröðunarmótið var á Akureyri, höfðu menn miklar áhyggjur af því hvort við næðum sæti í 1 deild. Öllum að óvöru sigruðu þeir mótið og sýndu okkur hvað væri framundan hjá þeim. Sigrarnir hlóðust upp og það var svo gaman hjá þeim. Spiluðu flottan bolta og sýndu að þeir ætluðu sér alla leið. Um áramót höfðu þeir unnið alla leiki, nema 1 sem var á móti HK og endaði hann með jafntefli.. Í jólafríinu fóru nokkrir af þessum strákum ásamt nokkrum úr 4 fl til Svíþjóðar og nældu sér í Norðurlandameistarartitil. Eftir áramót var eins og strákarnir næð