
3. og 4. fl. kv. komin af stað í Faxanum
4. fl. vann báða sína í leiki gegn HK; FH1 sigraði 3-0 með mörkum frá Jenný Lár., Elísabet Jóns. og Írisi Aðalsteisdóttur. FH2 vann sinn leik einnig sannfærandi 3-0 þar sem Aldís Lúðvíksdóttir gerði þrennu. Frábær byrjun hjá 4. og greinilegt að stelpurnar hyggjast fylgja eftir góðu gengi í sumar.
3. fl. Spilaði einnig tvo leiki þar sem FH1 sigraði HK næsta auðveldlega 7-0 með mörkum frá Sigrúnu Ellu, Sigmundínu, Ölmu Gythu, Valgerði og Höllu. FH2 tapaði hinsvegar gegn Skagamönnum 3-1 í baráttu leik þar sem jafnræði var með liðunum lengst framan af leiknum. Mark FH skoraði Marta Grétarsdóttir.
Næstu leikir 4.:
FH1-Afturelding lau. 4. nóv kl. 13:00 Kaplakriki
FH2-FH lau 28. okt. kl. 11:30 Kaplakriki
Næstu leikir 3.:
Breiðablik-FH1 sun. 29. okt. kl. 11:00 Fagrilundur
Breiðablik2-FH2 sun. 29. okt. kl. 12:30 Fagrilundur