4. fl. kv. Íslandsmeistarar í innanhúsboltanum

4. fl. kv. Íslandsmeistarar í innanhúsboltanum

FH-Selfoss 5-0 (3-0)

Stelpurnar byrjuðu úrslitin frábærlega og sigldu Selfyssinga í kaf með stórsigri þar sem Sigrún Ella Einarsdóttir fór hamförum og skoraði öll 5 mörkin.

FH-Sindri 2-0 (0-0)

Næsti leikur var gegn Hornfirðingum sem mættu með sterkt lið til leiks. Leikurinn var jafn í byrjun og lítið um færi og engin sjáanlegur getumunur á liðunum.

Í þeim síðari var þó allt annað uppá teningnum og stelpurnar sýndu allar sínar bestu hliðar og fljótlega höfðu þær skorað 2 mörk. Fyrst Elísabet Guðmundsdóttir og í kjölfarið bætti Sigrún Ella við marki. Eftir það vann Sindri sig aftur inní leikinn en náði þó aldrei að ógna marki FH að neinu ráði.

FH-GRV 3-0 (1-0)

Þetta var líklegast slakasti leikur FH-inga og virtist sem okkar menn væru komnir með hugann við úrslitin. Þó var sigurinn aldrei í hættu eins og lokatölurnar bera með sér. Mörkinn skoruðu Sigrún Ella (2 mörk) og Þórdís Sigfúsdóttir með (1 mark).

Þegar þarna var komið sögu höfðu stelpurnar fyrst liða tryggt sér sæti í undanúrslitum. Síðar kom í ljós að þær myndu mæta sterku liði Þórs frá Akureyri.

Undanúrslit FH-Þór 3-2 (2-2)

Það var ljóst frá fyrstu mínútu að þessi leikur yrði spennandi og ekki myndu mörg mörk skilja liðin að. Þórsarar fóru vel að stað og skoruðu fyrsta markið eftir varnarmistök og misskilning á milli varnar og markmanns. Stelpurnar spýttu þó í lófana og jöfnuðu um hæl. Aftur endurtóku sig sambærileg mistök í vörn FH og þórsarar skoruðu og komust aftur yfir. Þessu svöruðu þó stelpurnar okkar jafnharðan með góðu marki frá Sigrúnu Ellu sem þá hafði skorað bæði jöfnunarmörkin.

Í síðari hálfleik harðnaði baráttan og eitthvað varð undan að láta. Bæði Birna Berg Haraldsdóttir markmaður og Sigrún Ella meiddust eftir hörð návígi. Tóti þjálfari var tilneyddur til að taka Sigrúnu Ellu útaf og Alma Gytha kom inná. Það reyndist lán í ólani því Alma Gytha skoraði sigurmarkið eftir gott einstaklinsframtak aðeins 5 sek. fyrir leikslok. Frábær baráttusigur hjá stelpunum sem tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum.

Úrslitaleikur FH-Breiðablik 5-1 (1-1)

Taugar voru þandar fyrir úrslitaleikinn en þó mátti greina hungrið í augum FH-inga. Birna og Sigrún Ella voru enn að jafna sig eftir meðslin en töldu sig þó leikfærar enda vill enginn missa af úrslitaleik. Taugatitringurinn kom þó niður á leik FH-inga og það voru Blikar sem skoruðu fyrsta markið. Við tók góður kafli hjá FH og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það var svo markahrókurinn Sigrún Ella sem skoraði glæsilegt mark rétt fyrir hálfleik. Þegar þarna var komið sögu var leikurinn í járnum og enginn gata séð fyrir það sem viðtók.

Þegar FH mætti til leiks í þeim síðarri yirspiluðu þær Blika og bættu við 4 mörkum. Þrisvar sinnum fann Sigrún Ella netmöskvana og svo var það Rakel Birna Þorsteinsdóttir sem skoraði glæsilegt mark langt utan að velli. Frábær endir á frábærum degi hjá stelpunum og titillinn var þeirra.

Það var vel við hæfi að Sigmundín Sara Þorgeirsdóttir tæki við Bikarnum að móti loknu og kórónaði þar með frábæran dag hjá sjálfri sér og liðinu en hún fór fyrir sínum mönnum og sýndi ótvíræða leiðtogahæfileika.

Það voru 11 leikmenn sem mættu til leiks að Varmá og allir náðu þeir að setja mark sitt á leikinn.

Hópurinn var þannig skipaður:

Birna Berg Haraldsdóttir (hélt hreinu í 3 leikjum og fékk einungis á sig 3 mörk)

Rakel Birna Þorsteinsdóttir (1 mark)

Sigmundína Sara Þorgeirsdóttir (fyrirliði)

Alma Gytha Huntington Williams (1 mark)

Sigrún Ella Einarsdóttir (14 mörk)

Sunna Stephensen

Hildur Egilsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir

Elísabet Guðmundsdóttir (1 mark)

Ebba Karen Finnsdóttir

Þórdís Sigfúsdóttir (1 mark)

Markahlutfallið 18-3 (nokkuð gott það ha!)

Nú þegar þessi hópur hefur verið saman í um

Aðrar fréttir