4. flokkur karla í úrslitum á morgun!

4. flokkur karla í úrslitum á morgun!

Það verður mikið um dýrðir í Strandgötunni á morgun en þá fara fram úrslitaleikir um sæti í Íslandsmóti 4. flokks karla. FH-ingar eiga að sjálfsögðu fulltrúa í bæði A og B-liðum; A-liðið leikur um gullið en B2-liðið leikur um bronsið.


A-lið 4. flokks karla eftir öruggan sigur gegn Haukum fyrr í vetur

A-liðið lék í dag gegn Aftureldingu í undanúrslitum mótsins. Þar báru strákarnir sigur úr býtum, 27-24, eftir hörkuleik sem að FH-ingar leiddu lengst af. Þar með var ljóst að liðið myndi mæta Gróttu í úrslitum, en Grótta hafði fyrr um daginn borið sigurorð af Frömurum, 19-18. Þetta verður vafalaust hörkuleikur, enda eru liðin gríðarlega jöfn.

B-liðið lék sömuleiðis í dag gegn deildarmeisturum Stjörnunnar. Þar lutu þeir í gólf eftir hörkuleik, en leikurinn endaði 22-20 eftir framlengingu. Þeir leika því gegn Gróttu um 3. sætið á Íslandsmótinu. Það verður sömuleiðis spennandi viðureign, enda tvö góð lið sem mætast.

Eins og áður segir fara leikirnir fram í Strandgötunni á morgun. Hefst B-liðsleikurinn kl. 10:00 en A-liðsleikurinn kl. 16:00. Við viljum hvetja alla að mæta, enda úrvalstækifæri til að bera handboltastjörnur framtíðarinnar augum. Áfram FH!

Aðrar fréttir