4. flokkur karla  – Sigur í þriðja móti vetrararins

4. flokkur karla – Sigur í þriðja móti vetrararins

Um síðustu helgi fór fram þriðja mót vetrarins hjá A – liðinu í 4.flokki karla. Strákarnir höfðu unnið tvö fyrstu mótin mjög örugglega en þetta mót fór fram í Mosfellsbæ.

Fyrsti leikurinn var á móti Selfoss. Fyrir leikinn var ljóst að þessi leikur gæti reynst okkur erfiður þar sem Aron fyrirliði var í leikbanni, auk þess sem Óli Guðmunds spilaði með tognaðann ökkla. Jón Þór Brandsson sjúkraþjálfari og yfirþjálfari yngri flokka fótboltans kom Óla í leikfært form og er honum þakkað kærlega fyrir það.

Strákarnir létu þessi áföll ekkert á sig fá og spilaðu einn sinn besta leik. Staðan í hálfleik var 15-5 fyrir FH. Björn Daníel var gjörsamlega óstöðvandi í leiknum og skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og 10 í heildina, þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð megnið af leiknum. Allir strákarnir spiluðu vel auk þess sem Siggi markmaður varði frábærlega. Strákarnir sýndi frábæran karakter í þessum leik og sýndu hversu góð liðsheildin eru í þessu liði.
 
Næsti leikur var á móti ÍR og vannst hann nokkuðu örugglega að lokum, en ÍR ingar létu strákana svo sannarlega hafa fyrir hlutunum og spiluðu mjög góðan handbolta. Lokatölur urðu 26-17 fyrir FH.

Þriðji leikurinn var gegn Haukum og vannst hann auðveldlega 25-15.

Síðasti leikurinn var gegn UMFA og urðu lokatölur 29-17, en nokkra góða leikmenn vantaði hjá UMFA í leiknum.

Þá eru tvö mót eftir á tímabilinu og stefna strákarnir að sjálfsögðu að sigri í þeim.

Markaskor helgarinnar:
Agnar 10 mörk
Aron 15 mörk
Arnar Gauti 5 mörk
Benedikt 10 mörk
Björn 23 mörk
Halldór 9 mörk
Ólafur 17 mörk
Sigurður 4 mörk
Þorkell 11 mörk

Markvarsla:
Sigurður 45 skot

Aðrar fréttir