4. flokkur Karla – Úrslitaleikur á sunnudag

4. flokkur Karla – Úrslitaleikur á sunnudag

Í dag mættu strákarnir mjög sterku liðið ÍR í fyrri leik dagsins. Spennan var nokkur fyrir leikinn því að fyrir lá að sigurvegarinn myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik óháð öðrum úrslitum. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir léku frábæranleik. Það var fyrirliðinn Aron Pálmarsson sem dró vagninn í leiknum fyrir sína menn. Hann skoraði 7 af fyrstu 8 mörkum sinna manna áður en hann var tekinn úr umferð. Hann lét það þó ekki stöðva sig og opnaði griðarlega vel fyrir meðspilara í fríköstum sem leiddi yfirleitt til auðveldra marka. Þá átti Sigurður Arnarsson einnig stórleik í markinu og varði oft á tíðum gríðarlega vel. Aðrir áttu einnig góðan leik og fyrst og fremst var það liðsheildinn sem kláraði leikinn. Allir sem komu inná stóðu sig vel og skiluðu sínu með prýði. Lokatölur urðu 23 – 15 fyrir FH eftir að staðan í hálfeik var 12 – 8.
Markaskor:
Aron Pálmarsson 8 mörk
Halldór Guðjónsson 7 mörk
Þorkell Magnússon 3 mörk
Björn Daníel Sverrisson 2 mörk
Sigurður Ágústsson 2 mörk
Ólafur Guðmundsson 2 mörk
Markvarsla:
Sigurður Ege Arnarsson 13 skot þar af 2 víti

Í seinnileik dagsins mættu strákarnir svo Haukum og unnu auðveldan sigur 21 – 13. Þar fór Halldór hamförum og skoraði 10 mörk í öllum regnbogans litum. Maður leiksins var þó án ef markmaðurinn Sigurður sem varði 16 skot og átti frábæran dag. Aðrir stóðu vel fyrir sinu.
Markaskor:
Halldór 10 mörk
Arnar Gauti Guðmundsson 3 mörk
Benedikt Kristinsson 2 mörk
Björn Daníel 2 mörk
Ólafur Guðmundsson 2 mörk
Sigurður 1 mark
Aron 1 mark
Eins og fyrr segir er úrslitaleikurinn klukkan 11:30 á morgun í Digranes og er skyldumæting hjá öllum FH-ingum.

Aðrar fréttir