4.flokkur kominn heim frá Svíþjóð

4.flokkur kominn heim frá Svíþjóð

Eins og áður segir sendu FH-ingar 5 lið til leiks þar sem voru 12-13 leikmenn í hverju liði. Öll lið spiluðu á bilinu 4-7 leiki í mótinu, 3 leiki í riðli og svo hófst útsláttarkeppni. Allir spiluðu því mikið og var ferðin mjög lærdómsrík fyrir alla.

Liðin 5 skiptust þannig niður að þrjú þeirra voru eldra árs lið og tvö yngra árs lið.

Eftir riðlakeppnina var liðum skipt í A og B úrslit eftir gengi liðanna í riðlunum.

Annað yngra árs liðið komst í 32 liða B úrslit en féll þar úr leik. Hitt yngra árs liðið komst alla leið í 16 liða úrslit þar sem það datt út gegn sænsku liði sem hefur unnuð Gothia cup oftast allra liða. Ekki mátti þó miklu muna að liðið kæmist lengra.

Tvö eldra árs liðanna fóru í B úrslit en eitt í A úrslit. Annað liðanna sem fór í B úrslit féll úr leik í 84 liða úrslitum en hitt í 32 liða úrslit. Liðið sem fór í A úrslitin komst í 16 liða úrslit eftir að hafa meðal annars unnið tvær vítaspyrnukeppnir.

Margt var brallað í ferðinni. Til dæmis var Liseberg, sem er skemmtilgarður, vel sóttur. Þar var mikið farið í rússibana, daðrað við gríðarlega myndalegar sænskar stúlkur og borðaður vondur Burger King matur. Einnig var mikið um boltaleiki á skólalóðinni auk almennra umræðna um sænskar stúlkur, sænska dómara, offramboð á sól fyrir ákveðin þjálfara flokksins og margt annað.

Veðrið var til fyrirmyndar í ferðinni, fyrstu 5 dagana sást varla ský á himni sem olli því að Ingvar Jónsson, einnig þekktur sem red bull roðnaði all svaðalega um allt. Það var ekki skrýtið þar sem hann sást hvergi annarstaðar en þar sem langt var í næsta skugga á bleyjunni ber að ofan. Vilhjálmur Kári aftur á móti sá að sér og klæddi sig vel allan tímann og biðu menn eftir því að hann setti húfu á höfuðið. Yngsti þjálfarinn, sem þó er stæðstur til allra átta, var skynsamur, fór milliveginn. Bar vel og jafnt á sig og vissi hvenær ætti að kíkja í skuggann og hvenær ætti að sleikja sólina.

En ferðin var frábær og lærdómsrík og vilja þjálfarar flokksins þakka leikmönnum, fararstjórum og foreldrum sem mættu bæði til svíþjóðar og biðu frétta fyrir góða tíma.

Aðrar fréttir