4. flokkur kvenna í úrslitaleikinn, 4. karla naumlega úr leik

4. flokkur kvenna í úrslitaleikinn, 4. karla naumlega úr leik

Í úrslitakeppni 4. flokks kvenna komust 6 lið sem léku í tveimur þriggja liða riðlum og voru  FH-stelpur í riðli með Fjölni og Breiðabliki.

Á föstudag unnu FH-ingar Fjölni í Kaplakrika 6-1 en daginn eftir vann Breiðablik Grafarvogsstúlkur með sama markamun. Það var því ljóst að leikur Breiðabliks og FH á Versalavelli í Kópavogi myndi skera úr um hvort liðið færi í úrslitaleikinn.

Breiðablik náði forystu í fyrri hálfleik en skömmu síðar batt Kristín Guðmundsdóttir endahnútinn á fallega sókn þegar hún skallaði boltann í netið. Í seinni hálfleik sóttu liðin á víxl en úrslitin urðu 1-1. Skera varð úr hvort liðið færi áfram með hlutkesti og höfðu FH-ingar heppnina með sér þar.

Í úrslitaleiknum mæta stelpurnar Skagastúlkum og er sá leikur laugardaginn 8. september kl. 12:00 á Varmárvelli í Mosfellsbæ. FH-ingar eru hvattir til að fjölmenna því stelpurnar hafa virkilega skemmtilegu liði á að skipa.

Í 4. flokki karla komust 8 lið í úrslitakeppnina. Leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum og fóru strákarnir flokki norður til Akureyrar þar sem þeirra úrslitariðill fór fram. Íriðli með FH voru Völsungur, Fram og Þór Akureyri.  Á föstudaginn sigraði FH Völsung 4-2 meðan Framarar unnu heimamenn í Þór 3-0. FH og Fram gerðu svo markalaust jafntefli á laugardeginum og það var því ljóst að líklegast réði markatala úrslitum. Í gær unnu FH-ingar Þórsara 5-2 en Framarar bættu um betur og unnu Völsunga 8-3 og fara því í úrslitaleikinn á markatölu. Vissulega súrt fyrir strákana en engu að síður frábær árangur.

Aðrar fréttir