5.flokkur gerir atlögu að Íslandsmeistaratitlinum

5.flokkur gerir atlögu að Íslandsmeistaratitlinum

Úrslitakeppnin í 5.flokki fer þannig fram að leikið ver í 4 þriggja liða riðlum á föstudegi og laugardegi. Tveir riðlar fóru fram fyrir norðan og tveir hér á höfuðborgarsvæðinu. Við FH-ingar vorum í riðli með nágrönnum okkar úr Keflavík ásamt því sem Haukarnir voru með okkur í riðli. Tvö lið fóru áfram úr riðlinum og léku krossspil við tvö efstu liðin úr hinum riðlinum sem leikinn var í Garðabæ.

Við FH-ingar lékum gegn Keflvíkingum á aðalvelli Kaplakrika og sigruðum A-leikinn 2-0 þar sem Keflvíkingar sýndu mikinn aga og styrk í sínum varnarleik en okkar menn jafnframt þolinmæði og höfðu að lokum gæði til að setja tvö mörk og sigra leikinn.

B liðið okkar byrjaði leikinn með látum og var komið í 2-0 eftir aðeins nokkrar mínútur. Eftir það gekk ekki eins vel og virtist sem boltinn vildi ekki í markið og þegar Keflvíkingar minnkuðu muninn þá kom taugaveiklun í liðið og boltinn gekk illa á milli manna og menn lentu í vandræðum. Það var svo í seinni hálfleik að Keflvíkingar jöfnuðu leikinn og náðu þar með að kroppa af okkur stig.

Stigagjöfin í 5.flokki er þannig að lið fá 3 stig fyrir að sigra a leik, 2 stig fyrir að vinna b leik og svo 1 fyrir jafntefli í báðum liðum.

FH-ingar því með 4 stig eftir fyrsta leik og næsta verkefni Haukar á laugardagsmorgni og nóg fyrir okkur að fá 2 stig til að tryggja okkur í 8 liða úrslit.

Við fórum enga frægðarför á Ásvellina. 2-4 tap gegn spræku vel spilandi Haukaliði þar sem okkar menn spiluðu einfaldlega illa. Boltinn gekk illa milli manna, varnarleikurinn var slakur frá fremsta manni til aftasta og menn voru einfaldlega ekki að vinna leikinn saman hvorki sóknarlega né varnarlega. Sigur Haukanna var því fyllilega sanngjarn.

B-liðið okkar fór vel af stað og skoraði nokkur glæsilega mörk. Við leiddum í hálfleik 2-5 og virtust 2 stig og sæti í 8 liða úrslitum trygg. En Haukarnir bitur frá sér og skoruðu snemma í seinni hálfleik. Sama taugaveiklun gerði vart um sig og 90 sekúndum fyrir leikslok skoruðu Haukastrákarnir sitt 6 mark og sigruðu leikinn 5-6! Það var því þungt í FH-ingum þegar við gengum af velli. Nú þurftum við nefninlega að treysta á að Haukarnir myndu sigra Keflvíkinga til að við færum áfram sem lið í 2 sæti riðilsins.

Haukarnir stóðu sig og sigruðu svo Keflvíkinga og gáfu okkar því smá líf og við fengum tækifæri á sunnudeginum í 8 liða úrslitum til að bæta uppfyrir slaka niðurstöðu laugardagsins.

Stjarnan var mótherji okkar í 8 liða úrslitum. Leikið var á glæsilegum gervigrasvelli Stjörnumanna í Garðabænum. Hinn leikurinn í 8 liða úrslitum var Breiðablik – Haukar.

Við þjálfararnir höfðum mikla trú á því að við gætum sigrað Stjörnuna þó svo að þeir hafi á mjög vel spilandi liði að skipa. Við vitum einfaldlega að við getum unnuð hverja sem er – eins og að við getum tapað fyrir hverjum sem er, þannig er liðið okkar bara í bæði A og B liðum!!

B-liðið lék nú fyrst en það er ekki vaninn. Mikill baráttuleikur átti sér stað þar Stjörnumenn leiddu leikinn bæði 1-0 og 2-1. Okkar menn sýndu mikið baráttuþrek og spiluðu þéttan og góðan varnarleik og uppskáru jöfnunarmark 10 mínútum fyrir leikslok. Liðið sýndi nú loksins í úrslitakeppni leik þar sem allt var gefið í verkefnið allan leiktímann.

Jafnteflið þýddi að nú þyrfti A-liðið sigur til að sigra, jafntefli myndi þýða framlenging og tap heimferð.

Það var alveg ljóst í fundi fyrir leik að menn ætluðu að gefa allt í leikinn. Menn lofuðu þjálfurum að þegar þeir kæmu útaf þá færu menn sáttir til búningsklefann því enginn ætlaði að geta sagt að hann hafi ekki gefið allt af sér.
Einnig ákváðu menn að taka mömmustrákastimpilinn af sér og henda honum ofan í tösku því þó svo að við séum allir algerir mömmustrákar, bæði leikmenn og þjálfarar, þá hefur reynslan í sumar kennt okkur það að mamma hjálpar okkur ekkert á vellinum !! :=)

Strákarnir byrjuðu svo leikinn af miklum krafti. Við vörðu

Aðrar fréttir