5.flokkur karla í góðum málum

5.flokkur karla í góðum málum

Fyrsti leikur dagsins var á móti FH og FH! Þannig er mál með vexti að flokkurinn heldur úti 6 liðum í mótinu en skagamenn eru með 4 lið. Þjálfurum fannst því tilvalið að liðin sem voru í fríi spiluðu innbyrðis.

Leikurinn var spilaður í vinsemd enda félagar að kljást. Mörkin voru ekki talin þar sem um æfingaleik var að ræða.

Að leik loknum var komið að A og C liðum flokksins að spila gegn leikmönnum ÍA. C-liðið gerði sér lítið fyrir og skoraði 14 mörk gegn engu marki skagamanna. Strákarnir skoruðu sem sagt fullt af mörkum og voru eins og tölurnar segja til um nokkuð sterkari en Skagamenn. Á meðan gerði A-liðið 0-0 jafntefli í leik sem hefði átt að sigrast. Þetta var einn af þeim leikjum þar sem boltinn vildi ekki inn í markið, hann fór í slá og stöng en ekki inn. Frammistaðan hjá bæði a og c liðinum var nokkuð góð og var mjög jákvætt að sjá að liðin héldu markinu hreinu.

Næstu leiki spiluðu B og D liðin en þau hafa verið á mikilli siglingu í vor. B liðið sigraði örugglega 3-0 og átti mjög góðan leik. Varnaleikurinn var mjög góður og sóknarspilið var einnig mjög gott. B-liðið hefur unnið alla leiki sína í mótinu og á mjög góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina að riðlinum loknum.
Líkt og hjá C-liðinu þá fengu D liðs strákarnir andstæðinga sem ekki eru komnir jafnlangt í íþróttinni þennan dag. Leikurinn endaði með öruggum 15-0 sigri sem aldrei var í hættu.

Eins og sjá má þá gekk þetta vel fyrir sig hjá strákunum. 3 sigrar, 1 jafntefli og ekkert tap var niðurstaðan úr leikjum dagsins. Árangur flokksins í mótinu hingað til hefur verið á þessa vísu, þ.e. almennt mjög góður

Aðrar fréttir