5.flokkur kvenna Símamótsmeistarar 2015
5.flokkur kvenna tók þátt í Símamótinu sem fór fram í Kópavoginum um síðustu helgi. FH sendi fjögur lið til keppni í 5.flokki og voru það 35 stúlkur sem mættar voru í blíðunni síðasta föstudag, tilbúnar til að sýna allar sínu bestu hliðar á fótboltavellinum. Símamótið er stærsta knattspyrnumót landsins þar sem um 2000 keppendur eru saman komnir í 7. til 5.fl kvenna. Skemmst er frá því að segja að FH-stúlkurnar stóðu sig gríðarlega vel og voru sér, fjölskyldum sínum og félaginu til sóma. Árangurinn var flottur hjá þeim því C-liðið endaði í 4. sæti, B og D hlutu silfurverðlaun og A-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði og hlutu því nafnbótina Símamótsmeistarar 5.kvk 2015. Framtíðin er svo sannalegar björt hjá Fimleikafélaginu.

Það verða ekki langt þangað til að þessar stúlkur munu banka á dyrnar hjá meistaraflokki FH og verða komnar í fremstu röð. Á miðvikudaginn næst komandi munu stelpurnar labba inn á völlinn fyrir leik FH og Fram í 1.deild kvenna. Við hvetjum alla foreldra og aðra áhugasama um knattspyrnu að mæta á völlinn og eiga skemmtilega stund. Leikurinn hefst kl 20:00 og verður byrjað að fíra upp í grillinu um kl 19:15.