5.flokkur kvenna Símamótsmeistarar 2015

5.flokkur kvenna Símamótsmeistarar 2015

5.flokkur kvenna tók þátt í Símamótinu sem fór fram í Kópavoginum um síðustu helgi. FH sendi fjögur lið til keppni í 5.flokki og voru það 35 stúlkur sem mættar voru í blíðunni síðasta föstudag, tilbúnar til að sýna allar sínu bestu hliðar á fótboltavellinum. Símamótið er stærsta knattspyrnumót landsins þar sem um 2000 keppendur eru saman komnir í 7. til 5.fl kvenna. Skemmst er frá því að segja að FH-stúlkurnar stóðu sig gríðarlega vel og voru sér, fjölskyldum sínum og félaginu til sóma. Árangurinn var flottur hjá þeim því C-liðið endaði í 4. sæti, B og D hlutu silfurverðlaun og A-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði og hlutu því nafnbótina Símamótsmeistarar 5.kvk 2015. Framtíðin er svo sannalegar björt hjá Fimleikafélaginu.

11777985_10155698727775012_1163438733_n

Það verða ekki langt þangað til að þessar stúlkur munu banka á dyrnar hjá meistaraflokki FH og verða komnar í fremstu röð. Á miðvikudaginn næst komandi munu stelpurnar labba inn á völlinn fyrir leik FH og Fram í 1.deild kvenna. Við hvetjum alla foreldra og aðra áhugasama um knattspyrnu að mæta á völlinn og eiga skemmtilega stund. Leikurinn hefst kl 20:00 og verður byrjað að fíra upp í grillinu um kl 19:15.

 

 

 

 

Aðrar fréttir

Secret Link