50 ára endurreisnarafmæli frjálsíþróttadeildar FH

Frjálsíþróttadeild FH fagnar nú þeim merka áfanga að deildin hefur starfað óslitið síðastliðin 50 ár, en 9. september 1972 var hún endurstofnuð.

Við munum fagna þessum tímamótum í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 17. september kl 11:00.

Stutt ágrip verða flutt af starfi deildarinnar og boðið verður upp á léttar veitingar og góðan félagsskap. Öllum gestum býðst að reyna við sig í frjálsíþróttaþrautum.

Aðrar fréttir