6.flokkur karla stendur í stórræðum

6.flokkur karla stendur í stórræðum

Eins og áður segir voru það 8 FH lið sem léku í Fífunni í dag. Fjögur lið voru skipuð leikmönnum á yngra ári og sama er að segja um eldra árið.

Það var þó klárt að strákarnir undirbjuggu sig misjafnlega undir leikina eins og gengur og gerist – allir hafa sinn hátt á því hvernig þeir vilja gera það. Til að mynda fékk einn af þjálfurunum símtal klukkan 22.56 í gærkvöldi frá yngra árs leikmanni sem spurði hvort hann gæti ekki fengið að vera á hægri kantinum í leiknum. Peyjinn er nú vanur að leika vinstra megin á vellinum enda örvfættur og varð þjálfarinn spenntur að vita hvers vegna hann vildi spila hægra megin gegn Blikunum. Leikmaðurinn ungi var að sjálfsögðu með svör á reiðum höndum :

“því ég ætla að kötta inn á völlinn og láta vaða á markið með vinstri”. Jahá. Hvernig gekk það eftir? Jú sá ungi skoraði þrjú mörk og þar á meðal eitt þar sem hann sólaði varnarmann og kom inn að miðju og skaut boltanum í hornið – óverjandi 🙂

Þjálfarar mættu nokkru fyrr en leikmenn í Fífuna í dag til að fara yfir málið og klára lokaundirbúning. Einn ungur leikmaður hafði misskilið það hvenær mæting var og mætti því á sama tíma og þjálfarar. Hann tjáði okkur það að hann væri nú loksins kominn með konu sér við hlið og hefði hann boðið henni á fyrsta stefnumótið. Hann hafi jú verið ansi flottur, bauð henni í sund og splæsti svo ís á eftir. Hann var ansi ánægður með sig og þjálfarar óskuðu honum velfarnaðar í sambandinu.

Hann tjáði okkur svo að nafn þeirrar heppnu væri Hulda Dís og væri það einfaldlega vegna þess að hún væri sannkölluð draumadís 🙂

Aðrar fréttir