60 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH!

60 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH!

Í ár eru 60 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitli FH í handbolta. Fyrsti titillinn kom í hús 1956 og óhætt er að segja að leikmenn þess liðs hafi rutt brautina fyrir þá leikmenn og þau lið sem á eftir komu. Að þessu tilefni verða eftirlifandi leikmenn 1956 liðsins heiðursgestir á fyrsta leik Íslandsmótsins, FH-Valur. Það eru Ragnar Jónsson, Bergþór Jónsson og Sverrir Jónsson.

Á myndinni sjáum við fyrsta Íslandsmeistarahópinn. Frá vinstri eru þetta: Birgir Björnsson, Kristófer Magnússon, Hörður Jónsson, Sverrir Jónsson, Sigurður Júlíusson, Ólafur Þórarinsson, Bergþór Jónsson og Ragnar Jónsson.

 

FH.is hvetur alla til mæta á LUV-hátíðina á sunnudaginn – fyrst FH-Breiðablik í fótboltanum og svo FH-Valur í handboltanum. Ókeypis aðgangur er á handboltaleikinn.

VIÐ ERUM FH!

Aðrar fréttir