7.fl.kk á Króksmóti

7.fl.kk á Króksmóti

Strákarnir lögðu af stað með foreldrum sínum á föstudag norður. Á laugardagsmorgun hófst svo veislan með skrúðgöngu þar sem lögreglan fór fremst í flokki. Eftir það var leikið knattspyrna allan laugardaginn.

Við FH-ingar fórum með 3 lið í þetta mót og voru þar leikmenn á eldra og yngra ári auk þess sem nokkrir strákar úr 8.flokki komu með og slógu í gegn með gríðarlega vel útfærðum fögnum þegar mörk voru skoruð! Á laugardagskvöldið var svo farið á kvöldvöku þar sem menn skemmtu sér misvel en mestan tíman milli leikja notuðu menn í að spila fótbolta á tjaldstæðinu eða bara á velli sem var laus!

Allan sunnudaginn var svo spilaður fótbolti og nokkrir tóku sig svo til og fór í Ólafshús til þess að fylgjast með Liverpool sigra Chelsea í enska boltanum við mikinn fögnuð þjálfarans.

Árangur strákanna var góður, allir stóðu sig vel og greinilegar framfarir eru á öllum drengjum flokksins. Innan vallar ríkti mikil leikgleði og oft sáust mjög góð tilþrif sem ekki margir strákar á þessum aldri sína. Einn bikar vannst í þessari ferð en það var A liðið sem fékk hann fyrir að sigra alla sína leiki. Strákarnir í hinum liðinum eiga þó gríðarlega mikinn þátt í bikarnum því að liðin skiptust á að hvetja hvort annað ef það var hægt og myndaðist oft góð stemmning á leikjum.

Utan vallar stóðu strákarnir sig sem fyrr óaðfinnanlega. Þetta var annað móti’ af tveimur sem þessi flokkur hefur farið á í sumar þar sem gist hefur verið og eiga þessir ungu herramenn hrós  skilið fyrir drengilega hegðun og framúrskarandi framfarir í gegnum sumarið.

Ég vil svo þakka foreldrum og ekki hvað síst strákunum fyrir enn eitt frábært mótið þar sem gleðistundirnar eru margar og kærar.

kveðja,
Jón Páll

Aðrar fréttir