7.fl.kk á Landsbankamóti UMFA

7.fl.kk á Landsbankamóti UMFA

Það voru 28 strákar sem klæddu sig í FH búninginn í dag og léku í þessu árlega móti Aftureldingar. Það var þungt yfir í morgun en það gerði þó sem betur fer aldrei mikla dembu. FH liðin léku á bilinu 4-5 leiki og stóðu sig vel eins og svo oft áður.
Guðmundur Arnar Jónsson, hið liðuga varnartröll í flokknum, fór á kostum þegar hann sló Peter Crouch við með óviðjafnanlegum vélmennadansi.

Að mótinu loknu fengu svo allir verðlaunapening og nokkur skemmtiatriði voru höfð við, til dæmis kom sigurvegari idolsins hann Kalli Bjarni og tók nokkur “vel” valin lög 🙂

En í heildna séð var þetta skemmtilegur dagur þar sem nóg var að gera.

Kveðja,
þjálfarar 7.flokks FH

Aðrar fréttir