8. fl. kv í fóltbolta hleypt af stokkunum

8. fl. kv í fóltbolta hleypt af stokkunum

Það er guðmóðir kvennaknattspyrnunnar hinnar síðari Margrét (Gréta Brands.) Brandsdóttir leikskólakennari og knattspyrnuþjálfarið sem stýrir skútunni.  Henni til aðstoðar er svo Hrönn Hallgrímsdóttir leikmaður mfl. kv.

Gréta sagði í samtali við fh.is að aðsókn að 7. fl kv. af stúlkum, sem í raun hefðu ekki aldur til, hefði verið orðin svo mikil að að ekki að ekki hefði verið um annað að ræða en að stofna nýjan flokk.

Nú eru um 20 stúlkur sem mæta einu sinni í viku á æfingu á laugardögum kl. 12:00 í nýju íþróttahúsi Setbergsskóla.  Aðspurð um markmið æfinganna sagði Gréta að það væri fyrst og fremst gleði og gaman og að æfingarnar byggjust upp á leikjum sem kveiktu áhuga á hreyfingu og íþróttaiðkun.

Þeim sem vilja fylgjast með yngstu fótboltastelpunum okkar er bent á bloggsíðu 7. og 8. fl. kv.:

www.blog.central.is/7_kvk

Þetta er frábært framtak sem sýnir vel hversu mikil gróska er í kvennaknattspyrnunni á Íslandi í dag.

Aðrar fréttir