
8 liða úrslit bikarsins í Varmá í kvöld | Komum strákunum okkar í Höllina!
Sannkallaður stórleikur fer fram í Mosfellsbænum í kvöld, en strákarnir okkar mæta þar liði Aftureldingar í 8 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handbolta. Mikið er í húfi enda tekur sigurliðið þátt í ,,Final Four“ bikarkeppninnar, sem fram fer í Laugardalshöll aðra helgina í mars.
Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að leggja ykkur leið í Varmá í kvöld að styðja við bakið á strákunum okkar. Komum okkar mönnum í Höllina!
Við erum FH!