8 sigrar í röð og FH á topnum

8 sigrar í röð og FH á topnum

FH sigraði í kvöld lið Fram. Tryggvi Guðmundsson var á skotsónnum fyrir
FH og kom vel inn í liðið. FH er í efsta sæti með 24 stgi – en Fram í
því áttunda með átta stig. Leikurinn var fjörugur í fyrri hálfleik, en
síðari hálfleikurinn var afleitur þrátt fyrir tvo mörk. Leikurinn var
liður í 13.umferð – en var flýtt vegna Evrópuleikja liðanna.

Fram 0-2 FH

0-1 Tryggvi Guðmundsson 48′

0-2 Tryggvi Guðmundsson 50′

FH sigraði í kvöld lið Fram. Tryggvi Guðmundsson var á skotsónnum
fyrir FH og kom vel inn í liðið. FH er í efsta sæti með 24 stgi – en
Fram í því áttunda með átta stig. Leikurinn var fjörugur í fyrri
hálfleik, en síðari hálfleikurinn var afleitur þrátt fyrir tvo mörk.
Leikurinn var liður í 13.umferð – en var flýtt vegna Evrópuleikja
liðanna.

FH mætti í kvöld liði Fram á frábærum Laugardalsvelli, topp
aðstæður til knattspyrnuiðkunar. FH voru í toppsætinu fyrir leikinn með
21 stig og Fram í því áttunda með átta stig. Góð stemming var í
stúkunni og báðar stuðningsmannasveitirnar létu vel í sér heyra.

Fyrsta færi kvöldsins leit dagsins ljós á 9.minutu. þegar Framarar
áttu fínt færi þegar Hjálmar Þórarinsson gaf fyrir markið, en Almarr
náði ekki að stýra boltanum á markið. FH þurftu að gera breytingu strax
á níundu minutu þegar Söderlund fór útaf vegna meiðsla og Tryggvi kom
inná. Á 11.minutu. slapp Atli Viðar Björnsson einn í gegn, en að
óskiljanlegum ástæðum skoraði hann ekki úr færinu heldur skaut framhjá.
Á 15.minutu. náði Tommy Nielsen frábært skot að marki Fram að 25m færi
og Hannes varði frábærlega í horn. Á 22.minutu. átti Hjörtur Logi
góðann bolta fyrir markið beint á kollinn á Atla Viðari – en Hannes enn
og aftur að verja vel. Nokkrum minutum síðar átti FH enn eina sóknina.
Eftir barning í teignum átti Ásgeir Gunnar skot – Hannes með enn eina
frábæra markvörslu. Ásgeir Gunnar var líkt og Hannes Þór, allt í öllu í
sóknarleik FH. Nú á 29.minutu. og þá skaut hann í slánna. Staðan 0-0 í
hálfleik, en FH voru ívið sterkari aðilinn – en Frammarar beittu
skyndisóknum sem voru oft hættulegar.

Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega þegar Guðmundur Sævarsson gaf
ágætan bolta fyrir markið og Tryggvi Guðmundsson tæklaði hreinlega
boltann inn. 1-0 eftir 48.minutur. Aðeins tvemur minutur seinna gaf
Matthías Vilhjálmsson boltann fyrir markið og þar lúrði Tryggvi
Guðmundsson og skoraði. Tvö mörk á innan við fjórum minutum. Frábærlega
vel gert hjá Tryggva. Leikurinn róaðist til muna eftir þessi mörk og
þetta kveikti ekki í Frömurum – heldur einfaldlega slökkti á þeim. En
þeir áttu næsta færi þegar Ívar skaut en Daði varði vel. Nákvamlega
EKKERT gerðist eftir þetta – en þetta var mjög skrýtið. Lykt var að
Fram ættu að fá víti þegar þrjár mínutur voru eftir – en Einar Örn
dæmdi ekkert og voru Framarar æfir. Lokatölur 2-0 fyrir FH.

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson,
Kristján Hauksson, Auðun Helgason(fyrirliði), Samuel Tillen, Paul
McShane, Ingvar Þór Ólason(Jón Guðni Fjólusson 61′), Halldór Hermann
Jónsson, Heiðar Geir Júlíusson( Joseph Tillen 75′), Almarr
Ormarsson(Ívar Björnsson 61′) og Hjálmar Þórarinsson.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Hjörtur Logi
Valgarðsson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Ásgeir Gunnar
Ásgeirsson(Björn Daníel Sverrisson 89′), Davíð Þór Viðarsson
(fyrirliði), Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Alexander
Söderlund(Tryggvi Guðmundsson 9′) og Atli Viðar Björnsson(Matthías
Guðmundsson 71′).

Dómari: Einar Örn Daníelsson – Mjög góður

Áhorfendur: 903

Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson – Fram

Anton Ingi Leifsson skrifaði greinina

Aðrar fréttir