9-11 ára – áætlun fyrir haustið 2007

9-11 ára – áætlun fyrir haustið 2007Október

8. október – Útiæfing
Á mánudaginn n.k. verður íþróttahúsið lokað og verðum við því með
æfinguna úti. Mæting kl 19 við innganginn. Mætið klædd eftir veðri !!!

13. október – Víðavangshlaup Íslands
Víðavangshlaupi Íslands verður haldið laugardaginn 13. október 2007.
Hlaupið fer fram við Fífuna í Kópavogi og hefst klukkan 13:00 með
keppni í yngstu aldursflokkunum. Skráningarfrestur er til miðnættis
miðvikudaginn 10. október nk. Skráningar berist á netfangið
dadi02@ru.is Frjálsíþróttadeild FH greiðir keppnisgjöld fyrir sitt fólk.
Keppnisflokkar (m.v. fæðingarár), vegalengdir og tímasetningar eru:
Kl 13:00 – Strákar (12 ára og yngri)u.þ.b 1,0km
kl 13:10 – Stelpur (12 ára og yngri)u.þ.b 1,0km

20. október – Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar FH verður haldin laugardaginn 20.
október í Álfafelli (Íþróttahúsinu við Strandgötu) í Hafnarfirði. Veitt
verða verðlaun fyrir árangur á árinu auk þess sem eldri iðkendur verða
með skemmtiatriði. Ekkert kostar inn á hátíðina en sú reglu hefur
tíðkast að iðkendur koma með veitingar með sér. Ég vill því hvetja
foreldra til að baka (eða kaupa) kökur, brauð eða annað til að koma með
á hátíðina. Hátíðin hefst kl. 14:00 og er áætlað að henni ljúki um kl.
16:00.


Nóvember

8. nóvember – Bingókvöld
Fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 18:00 ætlum við að halda bingókvöld í
Kaplasal í Kaplakrika. Við munum spila bingó og borða pizzu. Iðkendur
þurfa að mæta með 450 kr. fyrir pizzu og gosi. Áætlað er að
bingókvöldið standi í klukkustund.

17-18 nóvember – Silfurleikar ÍR
-nánar auglýst síðar


Desember

14. desember – Jólaæfing
Föstudaginn 14 desember kl 17:00 verður jólaæfing (síðasta æfing
ársins) í tengibyggingunni í Kaplakrika. Boðið verður upp á heitt kakó
og smákökur. Mæta klædd eftir veðri.

15. desember – Jólamót FH í Kaplakrika.
Mótið hefst kl 10:00 en áætluð mótslok eru kl 13:00.
Keppnisgreinar og keppnisflokkar:
5-8 ára keppa í 30m, boltakasti og langstökki án atr.
9-11 ára keppa í 30m, kúluvarpi, langstökki án atr. og 200 m hlaupi.
Allir fá verðlaunapening fyrir þátttöku. Ekkert þátttökugjald og skráning á staðnum.
Við viljum biðja foreldra um að mæta kl 9:00 til að hjálpa til við mótshald.


Janúar

4 janúar – Æfingar byrja aftur eftir jólafrí   
18-19 janúar – Stórmót ÍR


Æfingatímar
hjá 9-11 ára (börn fædd árið 1997, 1998 og 1999).

Mánudagar kl. 19:00-20:00 í íþróttahúsinu Kaplakrika
Miðvikudagar kl. 18:00-19:00 í íþróttahúsinu Kaplakrika
Föstudagar kl. 18:00-19:00 í Setbergsskóla


Æfingagjöld
eru 2.000 kr. á mánuði. Hægt er að greiða inn á reikning
Frjálsíþróttadeildar FH kt: 681189-1229 Reikningur: 327-26-9034. Munið
að skrifa nafn barns og mánuð sem greitt er fyrir í skýringu. Börn sem
eiga lögheimili í Hafnarfirði þurfa ekki að greiða æfingagjöld.

Kær kveðja Daði Rúnar, Kristrún og Anna Margrét.
Sími: 698 5044 Netfang: dadi02@ru.is


Aðrar fréttir