A-lið 4. flokks deildarmeistari

A-lið 4. flokks deildarmeistari

Fyrsti leikurinn var kl 15:00 gegn ÍR sem við töldum vera nokkuð sterka eftir blessaðan bikarleikinn sem við unnum aðeins með 1 marki. Leikurinn var í járnum til að byrja með, en smá saman jukum við forskotið og unnum að lokum með 9 mörkum 24-15. Samt voru við ekki að spila vel.

Síðan kl 17:00 mættum við síðan Þór Akureyri og komu þeir nokkuð á óvart. Þeir eru með fínt lið og áttum við í þó nokkru basil með þá, en sigruðum að lokum með 7 mörkum, 21-14. Ekki voru við samt ánægðir með daginn. Þennan dag voru lykilmenn ekki að spila vel, en sem betur fer, erum við með aðra leikmenn sem tóku þá við hönskunum og gerðu það sem gera þurfti.
 
Farið var á Bautann um kvöldið og fengið sér í gogginn og tekinn einn eða 2 rúntar um bæinn og ath hvort einhver ílát væru í bænum. Ekkert spennandi í gangi, svo það var bara haldið aftur í KA-heimilið kíkt á KA-Hauka í 3 fl og síðan í þetta sígilda soft-ball.Um 01:00 leytið var spjallað smá, gert grin af öllum og öllu. Farið var að sofa um 01:30.

Þegar vaknað var á sunnud var komið að alvörunni á ný. Þótt deildartitill væri tryggður nú þegar, vita þessir strákar að það er ekkert gaman að tapa og fá verðlaun fyrir það. Það á bara að fá verðlaun fyrir að sigra. Því settust menn niður og spurðu sjálfa sig: Eigum við að klára þetta með sæmd og sýna hversu við erum megnugir “eða ætlum við að bulla áfram”.  Strax í fyrsta leik sem var á móti Selfoss, sáum við breytt hugarfar. Strákarnir börðust um hvern bolta og vörnin virkaði betri. Enda sigruðum við 21-18.

Síðasti leikur okkar var síðan á móti Fram, sem virkuðu nokkuð sterkir. En þarna kom okkar styrkur í ljós. Vörnin frábær, markvarsla fín, sóknin fjölbreytt og lykilmenn sem og aðrir leikmenn spiluðu eins og þeir sem völdin höfðu. Gjörsigruðum við með 30-21, eftir að við höfðum leitt í hálfleik 19-12. Eftir þetta mót eru strákarnir ennþá ósigraðir í vetur og er það fara fínt. Verðlaunaafhendingin drifin af , fagnað vel og síðan í sturtu og keyrt heim. Á leiðinni heim tók Einar Andri að sér að stjórna tónlistinni og tókst honum það ágætlega. En samt held ég að hann myndi ekki vinna til verðlauna sem diskótekari. Stoppað var að venju tvisvar á leiðinni. Komnir í krikann um kl 23:30.

Núna eru komnir 2 titlar af 3 mögulegum í hús. Ef ég þekki þessa stráka rétt, ætla þeir sér lika að ná þann stóra, þ.e. íslandsbikarinn sjálfann. Úrslita keppni hjá þeim verður 7-9 apríl en það er ekki kominn staðsetning á það. Hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að koma og styðja þá í baráttunni. Því þeim finnst ekkert eins skemmtilegt og spila fyrir fullt af áhorfendum. Síðan í lokinn langar mig að minnast á b-liðið. Þeir spila núna um helgina 25-26 mars og eiga þeir góða möguleika á að tryggja sér deildartitilinn. Skora ég á fólk að mæta og hvetja þá til sigurs.

Aðrar fréttir