"Að vera stórveldi krefst vinnu"  – Hugleiðingar formanns

"Að vera stórveldi krefst vinnu" – Hugleiðingar formanns

The image “http://www.deiglan.com/myndir/thorgeir.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.



Sæll Þorgeir, hvernig hefurðu það, nóg að gera í bílamarkaðsmálum? (Þorgeir er háttsettur aðili í bílasölubransanum)

Ég hef það mjög gott, takk fyrir. Bílabransinn er stöðug uppspretta skemmtilegra verkefna.

Fyrir þá sem ekki vita tókstu við formennsku handknattleiksdeildar FH í sumar og hefur flokk áhugasamra manna og kvenna með þér. Hvernig hefur ykkur gengið í rekstri og hver eru ykkar markmið, rekstarlega og handboltalega séð?

Markmið okkar eru ekki flókin. Innan vallar viljum við á þessu tímabili ná fram stöðugleika hjá meistaraflokki kvenna og komast í úrvalsdeild með meistaraflokk karla.

Næstu árin ætlum við svo að byggja upp lið sem verða í fremstu röð, skipað að mestu leyti okkar eigin leikmönnum, auk leikmanna annars staðar frá sem við teljum að falli að okkar hugmyndum og styrkja okkur verulega.

Varðandi fjárhagsleg markmið, þá fer þetta ár í að koma böndum á reksturinn og vera réttu megin við núllið. Þegar það hefur tekist þarf að finna varanlega lausn á skuldum deildarinnar, sem engum dylst að eru talsverðar. Þetta leysir þó enginn nema við sjálf.


Nú hefur gengið vel hjá liðinu í byrjun, léttleiki hefur einkennt umhverfi þess, menn eru bjartsýnir og já það er öðruvísi stemmning í klúbbnum en hefur verið lengi lengi. Geturðu reynt að útskýra þessa breytingu?

Við getum þakkað öllum sem koma að handboltanum í FH þessa hugarfarsbreytingu. Undanfarin ár hefur FH átt erfitt uppdráttar í handboltanum af ýmsum ástæðum, en á þessu tímabili hafa allir reynt að koma jákvæðum straumum af stað og endurheimta gleðina. Þetta skilar sér í betri árangri og hjálpar okkur í stjórninni við að byggja deildina upp.


Nú varst þú gífurlegt efni sjálfur… Var nú ekki þess heiður aðnjótandi að ná að spila með þér, en hvað kom til, af hverju hættirðu í boltanum? Segðu stuttlega frá ferlinum.

Það er nú ekki hægt að segja öðruvísi en “stuttlega” frá mínum handboltaferli. Ég byrjaði á yngra ári í 5. flokki en hætti svo eftir 4. flokk þegar ég flutti til Skotlands, þar sem Skotar þekkja því miður lítið til þessarar stórkostlegu þjóðaríþróttar okkar.

Á þessum stutta ferli spilaði ég með, og á móti, mörgum mjög efnilegum handboltamönnum og náði árgangurinn minn ágætum árangri í yngri flokkum, en því miður urðu fáir meistaraflokksleikmenn til úr þeim hópi. Þessi hópur er þó stór hluti þess kjarna sem vinnur nú á bak við tjöldin hjá handboltanum í FH.

Varðandi eigin getu þá var ég nú ekki sá efnilegasti, en ég gat þó spilað vörn, hlaupið fram í hraðaupphlaupum og spilað stöðu rétthents hægri horna manns þegar á þurfti að halda. Sem betur fer voru aðrir í liðinu sem ógnuðu meira í sóknarleiknum, en annars var þetta afskaplega skemmtilegur hópur sem hefur haldið góðu sambandi síðan.

Hvað var það sem fékk þig til að sækjast eftir formannsstóli? Hvað er hægt að gera betur en forverar þínir hafa gert?

Það var nú aldrei ætlunin að verða formaður handknattleiksdeildar, en einhvern veginn æxlaðist þetta svona. Ég, eins og svo margir aðrir, hef ákveðnar skoðanir á því hvernig málum í félaginu er háttað og eftir að hafa kynnst handboltanum nokkuð vel undanfarin ár í gegnum þjálfun yngri flokka langaði mig til að hafa áhrif á gang mála í deildinni.

Það hefur verið unnið mjög gott starf að

Aðrar fréttir