Aðalfundur Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

Aðalfundur Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

Aðalstjórnarfundur FH var í kvöld og þar kosinn nýr formaður Ingvar Viktorsson og tveir nýirstjórnarmenn komu inn.

Ég vona bara að nýja stjórnin standi sig betur en fráfarandi stjórn.

Ummæli fráfarandi formaður FH vakti athygli mína og reiði.

Hann sagði að Aðalstjórn FH hafa átt í deilum við Frjálsíþróttadeild FH og að þær deilur hefði hindrað að einhver verkefni væru leyst.

Við frjálsíþróttamenn gátum og getum enn sagt mikið um samskipti okkar við fráfarandi formann en sögðum lítið.

Og að mínu mati þá var stjórnin algjörlega stjórnlaus og hegðaði sér eins og höfuðlaus her sem vissi ekkihvað vinstri eða hægri hendin gerði, hvað þá að búkurinn vissi hvar höfuðið var.

Það sem vakti mesta athygli mína voru reikningar Aðalstjórnar FH og þögnin í kringum þá.

Þeir voru ekki undirritaðir af gjaldkera né þar væru undirskriftir skoðunnarmanna. Sem þýðir í raun að þetta voru verðlausir pappírar.

Þá minntist Haraldur Sigfús Magnússon á það að enginn frjálsíþróttamaður hafi síðastliðin 30 ár komist inn í Fulltrúaráð FH.

mh

Aðrar fréttir