Æfingabúðir 12-14 ára

Æfingabúðir 12-14 ára

Við ætlum að hittast kl 17:30 í kaplakrika. Þá munu allir koma sér fyrir og síðan er æfing kl 18 inni í Kaplakrika. Eftir það verður borðaður kvöldverður í boði deildarinnar og síðan verður kvöldvaka, spil, grettukeppni, spurningakeppni, idol og margt fleira. Um nóttina gistum við síðan öll saman í Kaplasal sem er í íþróttahúsinu.
Á laugardeginum eru tvær æfinga á dagskránni, sú fyrri í Fífunni í Kópavogi en þar munu allir þjálfarar deildarinnar skipta með sér verkum við þjálfunina. Eftir það verður haldið aftur í Kaplakrika þar sem tekur við spjall og rólegtheit og hugsanlega sundferð en seinnipartinn verður síðan æfing úti á velli og í lyftingaklefanum.
Um kvöldið verður síðan pizza og videó í boði deildarinnar áður en allir halda heim.

Með þessum æfingabúðum erum við að reyna að efla hópinn okkar, samstaða og liðsheild skiptir miklu máli í íþróttaliðum og er þetta einn af þeim þáttum sem við ætlum að reyna að sinna vel.

Um helgina verða teknar góðar æfingar, það verður mikið fjör og félagslegi þátturinn vex og dafnar hjá krökkunum. 12-14 ára hópurinn hjá okkur er mjög sterkur og góður hópur en þau urðu m.a. í öðru sæti á Meistaramóti Íslands í fyrra. Í þessum hóp eru margir framtíðaríþróttamenn og konur og ætlum við okkur að hlúa eins vel að þeim og mögulegt er.

Aðrar fréttir