Æfingaleikir hjá 3. flokki

Æfingaleikir hjá 3. flokki


FH – Afturelding A2 kl. 16:30. 4-3 (2-1) Gummi, Gulli Jón, Siggi og Hemmi.

A-2 og B-liðið léku gegn Aftureldingu á snævi þöktum gervigrasvellinm í Kaplakrika. Nokkur forföll voru í A-2 liðinu; Orri, Bjarni, Simmi, Nebo og Steini voru allir meiddir en byrjunarliðið var eftirfarandi:

                     Siggi Kuszczak

Pálmi          Nonni (f)         Maggi Kez        Óli

 

Ingi        Hermann          Matti         Gummi

 

           Gulli Jón              Smári

A2-liðið vann Aftureldingu 4-3. Gummi kom okkur yfir en Afturelding jafnaði á 38. mínútu. En drengur að nafni Gulli Jón, sem spilaði með lambhúshettu, laumaðist inn fyrir vörn Aftureldingu eins og þjófur í 10-11 og náði forystunni aftur fyrir FH á síðustu andartökum hálfleiksins. Pálmi Sigurjónsson sem var að gera stormandi lukku í hægri bakverðinum varð að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik, hinn geðþekki Gussi Vass – eitt sinn kenndur við Lehmann – fór í markið en Sigurður Ingiberg fór í senterinn, nánar tiltekið í holuna góðu.

Snemma í seinni hálfleik kom Siggi FH í 3-1 eftir hornspyrnu. Þá má segja að nokkuð kæruleysi hafi gripið um sig og Afturelding komst inn í leikinn með tveimur mörkum og staðan orðin 3-3. Hart var barist síðustu mínúturnar en það var þó tónfræðineminn Hermann Ágústsson sem lék stöðu hægri bakvarðar síðari hluta seinni hálfleiks sem flengdi boltanum efst í markhornið af löngu færi þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði FH sætan 4-3 sigur.

 

FH – Afturelding B-lið, kl. 18:00. 1-1 (1-0). Barthoz Komorowski.

Mun fleiri voru í B-liðinu eða um 19 leikmenn og tóku allflestir hálfleik. Hrannar lék þó allan leikinn og Barthosz og Birkir léku einnig meira en hálfleik en allir þrír hafa æft mjög vel í haust.

Byrjunarliðið í fyrri hálfleik:

                          Guðjón

Birkir        Björgvin         Hrannar          Elli

Rafá             Arnar          Magnús           Benni

               Bartosz (f)          Bjarki

FH-ingar byrjuðu leikinn vel og sóttu mun meira. Liðið pressaði hvern einasta bolta eins og og hungraðir úlfar á sléttum Síberíu, í barrskógabeltinu nyrðra nánar tiltekið. Eftir um 25 mínútuna leik náði fyrirliðinn Barhosz Komorowski forystunni fyrir FH. Ásgrímur Gunnarsson, sem komið hafði inn á fyrir Rafá sem varð fyrir hnjaski, skautaði framhjá varnarmönnum Mosfellinga og sendi hnitmiðaða sendingu inn í teiginn þar sem Bartosz beið eins og hrægammur og renndi boltanum í netið.

1-0 í hálfleik og í seinni hálfleik lék nánast nýtt lið:

&

Aðrar fréttir