Af nýjum leikmönnum

Af nýjum leikmönnum

Kvennráð gekk nýlega frá samningum við 3 nýja leikmenn:

Guðný Guðleif Einarsdóttir kemur til FH frá KR og gerði 1 árs samning. Guðný er 26 ára gömul og hefur leikið yfir 100 leiki í meistarflokki, flesta þeirra með KR.
Nanna Rut Jónsdóttir (markvörður) kemur til FH frá ÍBV og gerði 1 árs samning. Nanna er 26 ára gömul og hefur spilað 80 meistaraflokksleiki með Haukum, Stjörnunni og ÍBV.
Margrét Sif Magnúsdóttir kemur til FH frá Haukum og gerði 1 árs samning. Margrét er ungur og efnilegur leikmaður á 2. flokks aldri sem þó hefur náð að leika 32 meistaraflokksleiki, alla með Haukum.

Þá hefur verið endurnýjaður 2 ára samningur við markvörðinn efnilega Birnu Berg Haraldsdóttur. Birna hefur jafnframt verið lánuð til Úrvalsdeildarliðs ÍBV á komandi tímabili.

Meðfylgjandi er mynd sem tekin var þegar að Guðný og Nanna skrifuðu undir. Á myndinni eru frá vinstri: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari 2. flokks kvenna, Guðný, Nanna, Helena Ólafsdóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna.

FH-ingar bjóða leikmennina velkomna í félagið og vænta mikils af þeim í sumar.
 

Aðrar fréttir