Afhending á styrk til Bleiku slaufunnar

Knattspyrnudeild FH afhenti í dag Krabbameinsfélagi Íslands, 500.000kr sem söfnuðust með sölu á bleiku treyju liðsins.

500kr af hverri seldri treyju rann óskipt til bleiku slaufunnar ásamt þeim styrkjum sem komu inn á “Bleikum Leik” í Kaplakrika þann 24.september.

Það seldust um 800 bleikar treyjur og eru þær nú uppseldar.

Við líkt og Krabbameinsfélagið erum gífurlega stolt af þessu verkefni okkar og einnig fyrir viðtökurnar.

Garðar Ingi Leifsson markaðsstjóri knattspyrnudeildar, Andrea Marý Sigurjónsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og Ólafur Guðmundsson leikmaður meistaraflokks karla afhentu styrkinn í dag.

Það var forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar Krabbameinsfélagsins, Árni Reynir Alfreðsson sem tók á móti styrknum fyrir hönd Krabbameinsfélagsins og bleiku slaufunnar.

Hér má sjá Árna, Ólaf, Andreu og Garðar við afhendinguna í dag

Kynningarmyndbandið á þeim bleika

Aðrar fréttir