Afmælishátíð FH – Viðtal við formanninn.

Afmælishátíð FH – Viðtal við formanninn.

Viðar Halldórsson formaður FH í golfmóti FH 2007.Við á FH.is hittum formann félagsins Viðar Halldórsson í léttu kaffispjalli á sjálfan afmælisdaginn, en eins og FHingar vita þá er dagskránni hvergi nærri lokið.

Sæll Viðar og til hamingju með daginn og þessa glæsilegu hátíð. Hvernig dafnar Fimleikafélagið?

 

Takk, sömuleiðis. Fimleikafélagið dafnar vel, eflist með aldrinum.

Hvað hefur þér þótt standa uppúr í sögu FH?

 

Saga FH gegnum tíðina er glæsileg á öllum vígstöðvum en það sem upp úr stendur fyrir utan fjölmarga meistaratitla í hinum ýmsu greinum er hið mikla, öfluga og árangursríka barna- og unglingastarf í öllum deildum gegnum árin, það starf verður seint fullþakkað.


Þú hefur sjálfur stundað allar þær íþróttir sem hafa verið í boði hjá FH, hver eru þín merkustu afrek?

 

Ja ekki hefi ég nú stundað skylmingar, en afrek, jú eftir því sem maður eldest þá verða afrekin kannski meiri í huga manns en jú ég varð Íslandsmeistari bæði í handbolta og frjálsum en aðeins Deildarmeistari í fótbolta. Var fyrirliði FH liðsins 1974 sem vann 2. deildina en þetta var fyrsta lið FH til að spila í efstu deild, ljúfar minningar. Ég átti bæði langan og mörgu leyti árangursríkan knattspyrnuferil, Lék yfir 400 meistaraflokksleiki fyrir FH, fyrirliði liðsins í 15 ár, fyrsti Fimleikafélagsmaðurinn til að vera valin í landslið Ísland í fótbolta þar sem ég lék 27 landsleiki og fyrirliði Ísland í 6 þeirra. Auðvitað voru þetta skemmtileg ár og margs að minnast ásamt þökkum til félagsins og þeirra sem gerðu þetta að ævintýri.

Kaplakriki er að verða eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins, hvenær sjá menn fram á að framkvæmdum ljúki?

 

Já það er rétt að Kaplakriki er að verð glæsilegasta íþróttasvæði landsins en það hefur ekki gerst á einni nóttu, við meigum ekki gleyma því að framkvæmdir í Kaplakrika hófust 1968 og hafa því staðið yfir í rúm 40 ár þar sem fjölmargir FH-ingar hafa lagt hönd á plóginn með fórnfúsu sjálfboðaliðsstarfi og ekki síst ber að þakka þá miklu framsýni sem framámenn félagsins sýndu á þessum arum en sýn þeirra er nú að líta dagsins ljós. Á næstu 4 mánuðum munu hinir ýmsu áfangar klárast og í júlí, ágúst 2010 mun framkvæmdum ljúka. Við FH-ingar meigum heldur ekki gleyma aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verkefninu, en allt samstarf við þá hefur verið með hinum mestu ágætum, bestu þakkir.

Árangur FH hefur verið ótrúlegur seinustu ár hjá flestu deildum félagsins, og nú er handbolta-Risinn að komast á skrið og stelpurnar komnar í Pepsideildina í fótboltanum, hvernig næst svona frábær árangur á öllum sviðum?

 

Árangur Fimleikafélagsins gegnum árin hefur verið glæsilegur og eru ástæður þessa hinar ýmsustu, en að mínu mati þessar helstar, frábært barna- og  unglingastarf, metnaður í ráðningu þjálfara og leiðbeinenda, aðstöðusköpun og síðast en ekki síst mikið og óeigingjarnt sjálfboðaliðsstarf þúsunda FH-inga, kvenna og karla, í gegnum árin.

Haukarnir hafa verið duglegir að skjóta á afmælisbarnið undanfarin misseri og jafnvel sakað FHinga um einhverskonar hroka, hvað er til í því og af hverju er talað um að álagið á grasinu í Krikanum sé meira en gengur og gerist?

 

Samstarf okkar við Hauka sem og önnur íþróttafélög hefur verið gott gegnum árin. Umræða undanfarna daga hefur verið nokkuð einkennileg þar sem örfáir Haukamenn hafa verið að gagnrýna okkur varðandi ósk frá Haukum að leika ALLA leiki meistaraflokka karla og kvenna í Pepsideildinni á næsta ári í Kaplakrika, svar okkar við þeirri ósk var einfaldlega nei þar sem grasið á Kaplakrikavelli þolir ekki slíkt álag, grasið á aðalvel

Aðrar fréttir