Afreksmaður Frjálsíþróttadeildar FH 2004.

Afreksmaður Frjálsíþróttadeildar FH 2004.

Afreksmaður Frjálsíþróttadeildar FH 2004.

Björn Margeirsson er afreksmaður Frjálsíþróttadeildar FH. Björn hlýtur þá sæmd fyrir 1500 m hlaup innanhúss, en þar náði hann öðrum besta árangri íslendings frá upphafi 3:47,84 mín. Björn var á mikilli siglingu á fyrri hluta ársins og bætti m.a. 30 ára gamalt íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss, þrisvar sinnum og hljóp hraðast 1:52,04 mín þegar hann sigraði á Opna danska meistaramótinu innanhúss. Björn náði lágmarki á HM í Víðavangshlaupi sem fram fór í Brussel og náði næstbestum árangri íslendings í hlaupinu. Þá varð Björn fyrir því að meiðast og var að vinna úr því fram á mitt sumar. Björn keppti á Meistaramóti Íslands og fékk dýrmæt stig fyrir FH og var í sigurliði FH á Meistaramóti Íslands. Í Bikarkeppni FRÍ átti hann þátt í því að FH sigraði með ½ stigi 11. árið í röð , en hann keppti í 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 5000 m hlaupi.

Aðrar fréttir