Afreksskóla FH ýtt úr vör

Afreksskóla FH ýtt úr vör

Í Afreksskólanum er æfit tvisvar í viku undir stjórn þriggja þjálfara og eftir áramót verður þriðja tímanum bætt við í bóklegu námi sem snýr að leikfræði, næringafræði, sálfræði og öðrum þáttum sem tengjast knattspyrnunni.

Afreksskólinn verður í framhaldi af grunnskólanum og hefst kl.14.45 mánudaga til fimmtudaga. Skólinn verður starfræktur í Risanum í Kaplakrika. Þjálfunin byggist á vinnu í litlum hópum þar sem einstaklingsþjálfun verður í fyrirrúmi.

Guðlaugur Baldursson verður skólastjóri Afreksskóla Knattspyrnudeildar FH og kennarar við skólann eru þjálfarar hjá Knattspyrnudeild FH.

Meginmarkmið Afreksskóla FH eru að:
– Auka grunnfærni
– Bæta tæknilega getu
– Auka leikskilning
– Veit iðkendum innsýn í næringafræði, sálfræði og leikfræði
– Fá nemendur til að tileinka sér lífsstíl í samræmi við kröfur afreksíþrótta, setja sér markmið og gera sér grein fyrir hvað þarf til að ná árangri í íþróttum.
– Lögð er áhersla á að nemendur sinni vel sínu námi í grunnskólanum jafnframt þátttöku í íþróttum.

Aðrar fréttir