Afturelding – FH 27:20 (13-11)

Afturelding – FH 27:20 (13-11)

Í kvöld hófst 1. deild karla með þremur leikjum. Við FHingar heimsóttum Aftureldingu að Varmá og töpuðum 20:27 eftir að staðan í hálfleik var 11-13 Aftureldingu í vil. Það er óhætt að segja að sigur Aftureldingar var aldrei í hættu. Þeir mættu miklu grimmari til leiks og voru ákveðnir í að sýna hvers vegna þeim var spáð 1. sætinu í deildinni. Þó að jafnræði hafi verið á með liðunum fram á lokamínútu fyrri hálfleiks var það eingöngu Aroni Pálmarsyni að þakka. Aron stjórnaði sókninni vel, bjó til mikið af færum og gerði sjálfur glæsileg mörk. Eftir að 22 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik hafði FH aðeins gert 3 mörk. Við fórum illa með dauðafærin og misnotuðum 2 víti. Eini ljósi punkturinn við seinni hálfleik var innkoma Bjarna Arons sem lék oft vörn Aftureldingar grátt og gerði 4 mörk á stuttum tíma.

Það voru alltof margir leikmenn FH sem brugðust í kvöld. Valur og Heiðar sátu bara í vagninum í staðinn fyrir að draga hann. Markvarsla var nánast enginn allan leikinn og í sókninni voru menn ekki nógu grimmir að skapa sér færi.

Margir áhorfendur hristu hausinn yfir því þegar þjálfari Aftureldingar Bjarki Sigurðsson tók leikhlé þegar 32 sekúndur voru eftir af leiknum. Og vildu margir meina að þetta væri eingöngu gert til að niðurlægja mótherjann. Ekki íþróttamannsleg framkoma það.

Markaskorun: Aron 7, Valur 5/1, Bjarni 4, Gulli 2, Heiðar 2, Guðjón 1, Ari 1.

Aðrir leikir fóru þannig: Höttur tapaði 14:20 fyrir ÍBV, Víkingur tapaði 23:24 á móti Gróttu.

Tekið af www.afturelding.is:

Afturelding vinnur stórsigur á FH í fyrsta heimaleik liðsins

Afturelding vann FH 27-20 í fyrsta heimaleik liðsins á leiktímabilinu.  Jafn var með liðum framan af en Afturelding var tveimur mörkum yfir í hálfleik.  Í seinnihálfleik valtaði Afturelding yfir FH.  Liðið stóð sig feiknavel og markvarslan á heimsmælikvarða.  Fjöldi Mosfellinga mætti að hvetja sína menn og ljóst að stuðningurinn hafði mikið að segja.  Til hamingju strákar, frábær leikur.

Aðrar fréttir