
Ágúst Birgisson framlengir við FH
Ágúst Birgisson framlengir við FH
Línumaðurinn öflugi, Ágúst Birgisson, hefur framlengt samnings sinn við handknattleiksdeild FH til tveggja ára. Ágúst gekk til liðs við félagið í ársbyrjun 2016 og hefur síðan þá skipað stóran sess í FH-liðinu. Eftir að hann gekk til liðs við FH hefur Ágúst m.a. verið kjörinn handknattleiksmaður FH, hlotið nafnbótina varnarmaður ársins í Olísdeildinni og verið í liði ársins, svo sitthvað sé nefnt.
„Ágúst hefur staðið sig frábærlega fyrir FH síðastliðin ár og erum við gríðarlega ánægðir að hann verði áfram hjá okkur. Ágúst er mikill liðsfélagi og mikill FH-ingur sem hefur með frammistöðu sinni og ekki síst baráttuvilja sínum og keppnisskapi, unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar“ sagði Ásgeir Jónsson, formaður hkd. FH, eftir undirskriftina.
VIÐ ERUM FH