Ágúst Birgisson í FH

Ágúst Birgisson í FH

Ágúst Birgisson skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við handknattleiksdeild FH. Ágúst er 24 ára línumaður sem leikið hefur með Aftureldingu síðastliðin ár.

 „Að fá Ágúst á þessum tímapunkti er gríðarlegur styrkur fyrir okkur FH-inga segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. Ágúst er leikmaður sem við höfum lengi haft augastað á og kemur til með að styrkja okkur bæði sóknarlega og varnarlega.  Við ætlum okkur að koma sterkir til leiks í byrjun febrúar og er Ágúst góð viðbót við okkar hóp. Við erum ekki hættir, við ætlum að styrkja okkur meira, ekki bara núna í janúar heldur einnig fyrir næstu ár“

 

Við bjóðum Ágúst velkominn í FH

Aðrar fréttir