Ákall til stuðningsmanna – Þurfum á stuðningi að halda

Ákall til stuðningsmanna – Þurfum á stuðningi að halda

FH.is barst rétt í þessu ákall til stuðningsmanna frá fyrirliða meistaraflokks karla í fótbolta. Ýttu á lesa meira til að sjá hvað hann hefur að segja!

Við hvetjum fólk til að flykkjast á völlinn en dagskráin hefst um 18:00 og verður grillið orðið glóðvolgt og allt í góðu standi. Skemmtiatriði og tónlist verða fram að leik og vonandi sjáum við strákana taka öll stigin þrjú sem eru í boði!

Ákall til stuðningsmanna:

Jæja kæru FH-ingar. 

Við strákarnir í meistaraflokki viljum minna ykkur á stórleik gegn Val, föstudaginn 26. júní, en leikurinn verður LUV-leikur.

Nú þurfum við á góðum stuðningi að halda. Stuðningurinn hefur farið batnandi og áhorfendur geta rétt ímyndað sér hversu mikið stuðningurinn hvetur okkur strákana áfram. Góður stuðningur er gífurlega mikilvægur eins og við FH-ingar höfum kynnst undanfarin ár skiptir stuðningurinn okkur strákana miklu máli. 

Einnig hvetjum við strákarnir fólk til að skrá sig í Bakhjarla!

Með FH-kveðju fyrir hönd meistaraflokks,
Ólafur Páll Snorrason
Fyrirliði

Aðrar fréttir