Akureyri mætir í Krikann

Akureyri mætir í Krikann


      


N1 deildin, fimmtudagurinn 12. febrúar 2009, kl 19:30


Síðasta umferð N1 deildarinnar fer að rúlla af stað á fimmtudaginn kemur kl
19:30 þegar Akureyri kemur í heimsókn í Krikann. Akureyri er í 5. sæti sem
stendur, þremur stigum á eftir FH og með sigri getum við skilið okkur töluvert
frá norðanmönnum og enn nær sæti í úrslitakeppninni.

Gengi liðanna

Akureyri hefur dalað töluvert síðan FH mætti þeim síðast í Krikanum 13.
nóvember sl. FH beið þá lægri hlut fyrir norðanmönnum 32-34 en síðan hefur
Akureyri ekki unnið leik. Þeir töpuðu 5 leikjum í röð eftir 13. nóv en réttu
svo örlítið úr kútnum gegn Frömmurum á fimmtudaginn var og gerðu jafntefli.
Síðan FH lék gegn þeim í nóvember var vegferðin brösótt fram að áramótum. Liðið
sigraði Víking en tapaði fyrir Akureyri, HK og Val. Liðið sigraði síðan Fram og
Stjörnuna nokkuð sannfærandi eftir áramótin en töpuðu svo illa fyrir Haukum á
fimmtudaginn var.

 

Akureyrarliðið

Jónatan Magnússon, Andri Snær og Árni Sigtryggs hafa verið máttarstólpar
liðsins í vetur ásamt línumanninum Herði Sigþórssyni. Árni fór þó í aðgerð
fyrir áramót og hefur ekki getað beitt sér sem skyldi og munar um hann. Goran
Gusic er svo kominn aftur en hann styrkir liðið talsvert. Þeir eru svo með
Hafþór í markinu sem hefur varið geysilega vel í vetur.

 

Undirbúningur

Liðið hefur mátt þola mikið mótlæti undanfarna daga þar sem meiðsli hafa
sett strik í reikninginn í tveimur mikilvægum leikjum. Annars vegar stórt tap
gegn Haukum í deild á fimmtudaginn var og síðan féll liðið úr Bikarnum í
undanúrslitum fyrir Val á sunnudaginn var. Nú er að horfa fram á við, þessir
leikir eru að baki og mikilvægt að fókusera á næstu verkefni sem er að styrkja
stöðu liðsins enn frekar í topp 4.

 

Ástand

Ólafur Guðmunds fór í aðgerð á ökkla og heppnaðist vel. Ekki er ljóst
hvenær hann kemst á gólfið aftur. Óljóst er með ástandið á Aroni og spurning
með þátttöku hans í leiknum. Jón Helgi er enn slæmur í öxl og er á leið

Aðrar fréttir