"Allir frekar litlir og skapstórir"

"Allir frekar litlir og skapstórir"


The image “http://www.fhingar.net/myndir/2003/bikar/fh_kr/thumbs/tn_Dscf0017.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


Hvernig leggst stórleikurinn á
sunnudagskvöld í þig?

 
Hann leggst vel í mig. Liðið getur
með sigri nánast tryggt sér tilverurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili
þannig að strákarnir hljóta að mæta vel stemmdir í leikinn. Ekki sakar það að
leikurinn fer fram í ,,Mekka” handboltans, í íþróttahúsinu á Strandgötu. Að mínu
mati á FH að spila alla sína leiki í handboltanum þar.
 
 
Nú kemur þú úr gríðarlega sigursælum árgangi úr
handboltanum hjá FH, hvaða stjörnur voru í þessum árgangi hvaða árangri náðu
þið?
 
Þessi árgangur var einstaklega
skrautlegur. Við vorum allir frekar litlir, skapstórir og einstaklega tapsárir.
Hin liðin kölluðu okkur oft ,,Tyrkina” þar sem blóðhitinn var aldri langt undan.
Við vorum flestir einnig í fótboltanum þannig að við
þekktum hvern annan mjög vel. Okkur gekk mjög vel í yngri flokkunum og urðum
Íslandsmeistar í 4.fl, 3.fl.og 2.flokki og bikarmeistarar í þriðja.
Það voru ansi margir skrautlegir
karakterar í hópnum. Menn eins og Orri Þórðar, Gummi K, Gummi Atli, Hrafnkell
Kristjáns, Bjössi Hólmþórs, Hans Peter  frá Grænlandi, Arnar Ægis, Árni
,,loðfíll-forseti bæjarstjórnar á Hornafirði” Þorvalds, Kiddi ,,Big Red”, Lalli
Long og margir fleiri. Jónas Stefanson var markmaður hjá okkur og má segja að
hann sé sá eini sem er enn að spila handbolta í dag þ.e.a.s í Danmörku. Hann er
á leiðinni heim og það væri gaman að sjá hann enda ferilinn í FH.
 
Nú hefur þú mjög fastmótaðar skoðanir á hlutunum
sem að fáir geta hreyft við…. hvernig viltu sjá FH liðið spila á
sunnudagskvöld?
 
Það er kominn tími til að
strákarnir hafi gaman að því sem þeir eru að gera. Leikgleðin verður að vera til
staðar frá byrjun og ég vil sjá þá keyra upp hraðann og spila af skynsemi.
 
Hvaða leikmenn í FH liðinu hafa hrifið þig mest í
vetur?
 
Aron Pálma hefur verið mjög góður í
þeim leikjum sem ég hef séð í ár. Hann hefur þroskast mikið frá því í fyrra og
hann á eftir að framtíðarlandsliðsmaður ef hann heldur rétt á
spilunum. Ég hreifst mikið af Óla Guðmunds fyrir áramót. Hann er frábær
varnarmaður, minir mann á Gunna Beina og einnig er hann flottur sóknarmaður.
Einnig er ánægjulegt að sjá Guðmund Pedersen í svarthvíta búningum að nýju í
ár.
 
Á FH liðið heima í úrvalsdeild næsta
vetur?
 
Að sjálfsögðu. Við eigum haug af
efnilegum leikmönnum en við þurfum þó að styrkja okkur töluvert fyrir átökin í
úrvalsdeildinni. FH er eitt sigursælasta lið landsins og á heima á
toppnum.
 
 FH – Selfoss úrslit Íslandsmótsins 92´ það
var ekki leiðinlegt?
 
Magnaðir leikir. FH-liðið var
magnað á þessu tímabili og gekk liðið undir nafninu ,,Hraðlestinn”.
Úrslitakep

Aðrar fréttir