Ályktun frá fundi foreldra um aðstöðuleysi knattspyrnudeildar FH

Hafnarfirði 28. ágúst 2017

ÁLYKTUN

 

Fundur foreldra og forráðamanna iðkenda knattspyrnu hjá knattspyrnudeild Fimleikafélags Hafnarfjarðar tekur undir og styður tillögur aðalstjórnar Fimleikafélags Hafnarfjarðar til lausnar á aðstöðuvanda knattspyrnudeildar Félagsins og krefst þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar komi að því að hrinda þeim í framkvæmd eigi síðar en strax.

Það er öllum ljóst sem vilja kynna sér málið að aðstaða til knattspyrnuiðkunar í FH er löngu sprungin og hafa foreldrar og forráðamenn í samráði við félagið í nokkur ár borgað aukalega fyrir aðstöðu sem félagið hefur sjálft byggt upp og staðið straum af. Er nú svo komið að félagið hefur þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að laga æfingar og keppni að þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er, með fækkun æfinga og æfinga á völlum í öðrum sveitarfélögum, auk þess verður FH vísað frá vetrarmótum á vegum KSÍ þar sem félagið getur ekki leikið heimaleiki sína á löglegum keppnisvelli. Félagið á með öðrum orðum engan heimavöll undir keppnisleiki.

Það hefur lengi verið ljóst að sú aðgerð myndi ekki duga til framtíðar ein og sér og hefur þess verið vænst í a.m.k. 2 ár að Hafnarfjarðarbær, í samvinnu við félagið, kæmi að framtíðarlausn á aðstöðuvanda knattspyrnunnar. Félagið hefur lagt fram nokkrar tillögur til lausnar en ekkert hefur gerst. Við það verður ekki lengur unað og því óskar fundurinn eftir svörum og aðgerðum sem kynntar verði eigi síðar en 15. september sem lagðar yrðu svo til grundvallar í fjárhagsáætlunargerð bæjarfélagsins vegna málaflokksins næstu ár.

 

 

Við hvetjum alla FHinga til að skrifa undir þessa undirskriftsöfnun  https://www.ipetitions.com/petition/fhfotbolti 

Aðrar fréttir