Andlát: Birgir Björnsson 22.febrúar 1935 – 2. september 2011

Andlát: Birgir Björnsson 22.febrúar 1935 – 2. september 2011

Birgir er þekktastur fyrir þátttöku sína í íþróttum en hann byrjaði ungur að æfa fimleika með FH, og snéri sér síðan alfarið að handknattleik. Hann var leikmaður 2. flokks karla í FH sem vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í handknattleik karla 1954. Síðan hefur Birgir unnið marga titla með meistaraflokki, sem var flaggskip FH til margra ára. Hann lék fimm hundruð meistaraflokksleiki með FH á 20 ára ferli. Þá þjálfaði hann liðið í mörg ár. Birgir lék auk þess 29 landsleiki fyrir Ísland, var m.a. fyrirliði landsliðsins þegar Ísland tók í fyrsta sinn þátt í heimsmeistarakeppni í handbolta. Þá þjálfaði Birgir landsliðið um tíma og hann var þjálfari liðsins sem sigraði Dani í fyrsta sinn í flokksíþrótt. Birgir sat í landsliðsnefnd HSÍ.<br>
<br>
Birgir varð forstöðumaður íþróttahúss FH í Kaplakrika 1989 og starfaði þar til 67 ára aldurs. Hann er heiðursfélagi FH.<br>
<br>
Eftirlifandi eiginkona Birgis er Inga Magnúsdóttir, börn þeirra eru Magnús, Sólveig og Laufey. Barnabörnin eru sjö, barnabarnabörnin fjögur.<br>
<br>
Útför Birgis fer fram frá Víðistaðakirkju, fimmtudaginn 8. september kl. 15:00.

Aðrar fréttir