ANDRI BERG FRAMLENGIR

ANDRI BERG FRAMLENGIR

Andri Berg Haraldsson fyrirliði FH hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

 

Andri Berg sem er einn öflugasti varnarmaður landsins og ófáir fengið að finna fyrir því þegar þeir koma nálægt honum mun því vera áfram í hjarta varnarinnar næstu árin.

 

Stjórn handknattleiksdeildar FH lýsir yfir mikilli ánægju með að Andri Berg verði áfram í herbúðum félagsins og ljóst er að reynsla hans og kraftur mun nýtast FH liðinu vel næstu árin.

Aðrar fréttir